Dansað utan á Moggahöllinni

Bandaríski danshópurinn Bandaloop hefur undanfarna daga útfært atriði sitt á Listahátíð í Reykjavík þar sem flokkurinn dansar utan á gömlu Moggahöllinni í Aðalstræti. Dansararnir hanga í línum utan á byggingunni stíga sporin í hálfgerðu sprangi. Sjón er sögu ríkari og hér má sjá myndir af æfingu á mánudag en atriðið verður sýnt kl. 17:30 í dag.

Vefur listahátíðar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert