Tóku sporið í lausu lofti

Bandaríski danshópurinn Bandaloop sýndi í dag atriði sitt við opnun Listahátíðar í Reykjavík þar sem flokkurinn dansaði utan á gömlu Moggahöllinni í Aðalstræti í Reykjavík. Dansararnir héngu í línum utan á byggingunni og tóku sporin í hálfgerðu sprangi.

Listahátíð í Reykjavík stendur til 7. júní en hún var fyrst haldin árið 1970 og hefur verið fastur punktur í menningarlífi borgarinnar síðan. Þar er lögð áhersla á þverfaglega nálgun og nýsköpun eins og segir á vefsíðu hennar. Hátíðin fer fram í hefðbundnum og óhefðbundnum rýmum um alla borg og hefur smám saman teygt sig út fyrir borgarmörkin.

„Listahátíð vinnur með og leiðir saman opinberar stofnanir og sjálfstæða hópa listamanna á öllum sviðum menningarlífsins. Hún hefur beint frumkvæði að fjölda verkefna, í hefðbundnum og óhefðbundnum rýmum, er alþjóðleg listahátíð sem starfar á breiðum vettvangi. Listahátíð hefur starfað með eða flutt verk eftir mikinn fjölda listamanna.“

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/KMK1UR-Hhfk" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert