Ekki útlit fyrir gott Eurovision-veður

Útlit er fyrir rigningu næsta laugardag þegar úrslitakvöldið í Eurovision …
Útlit er fyrir rigningu næsta laugardag þegar úrslitakvöldið í Eurovision fer fram. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Langtímaveðurspá Yr.no fyrir Eurovisionkvöldið liggur nú fyrir og er hún töluvert svekkjandi fyrir þá sem eru búnir að skipuleggja grillveislu eða garðpartí. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð 9 metrum á sekúndu og rigningu yfir daginn á laugardaginn.

Á Akureyri er spáð skýjuðu veðri yfir daginn áður en skúrir eða rigning verður um kvöldið. Svipað veður er í kortunum á Austurlandi og á Vestfjörðum.

Ísland keppir á síðara undanúrslitakvöldinu á fimmtudaginn í næstu viku. Ekki er spáin mikið betri þá í Reykjavík, 9 metrar á sekúndu en aðeins minni rigning. Annars staðar á landinu er aðeins skárri spá þá, með skýjuðu eða hálfskýjuðu og möguleika á smá skúrum.

Sjá veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert