300 leggja niður störf í Leifsstöð

Ef verkföllin skella á má gera ráð fyrir því að ...
Ef verkföllin skella á má gera ráð fyrir því að flugsamgöngur til og frá landinu muni lamast. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gert er ráð fyrir því að um 300 manns sem starfa við flugafgreiðslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar muni leggja niður störf í verkfallsaðgerðum Flóabandalagsins 31. maí og 1. júní.

Samkvæmt upplýsingum frá Guðbrandi Einarssyni, formanni Verslunarmannafélags Suðurnesja munu aðgerðirnar hafa gífurleg áhrif og þá aðallega þegar það kemur að fluginnritun og flutnings farangurs inn í flugvélar.  Ef ekki næst að semja hefjast aðgerðirnar á miðnætti 31. maí og standa til miðnættis 1. júní en allsherjarverkfall á að hefjast 6. júní.

Að sögn Guðbrands eru það bæði félagsmenn í Verslunarmannafélagi Suðurnesja og í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis sem leggja niður störf. Guðbrandur telur mjög líklegt að aðgerðirnar muni lama alla starfsemi flugstöðvarinnar.

Mun lama flugsamgöngur

„Ég myndi halda að það verði erfitt að halda út starfsemi í Leifsstöð þessa daga. Auðvitað er það leyfilegt samkvæmt lögum að yfirmenn og forstjórar og slíkt gangi í störf undirmanna en ég efast um að þeir séu nógu margir til þess að innrita og bera töskurnar,“ segir Guðbrandur í samtali við mbl.is.

En það eru ekki aðeins þeir sem starfa við innritun og töskur sem leggja niður störf. „Það eru stærstu hóparnir en til dæmis munu þeir sem sjá um að fylla á vínið og matinn í vélunum leggja líka niður störf og jafnframt þeir sem þrífa vélarnar. Það eru auðvitað líka stórir hópar,“ segir Guðbrandur. „Það má reikna með þvi að þetta lami flugsamgöngur til og frá landinu.“

Aðspurður hvort hann sé áhyggjufullur yfir stöðunni sem er nú komin upp svarar Guðbrandur því játandi. „Ég er auðvitað áhyggjufullur yfir því að við skulum ekki ná samningi. Það er okkar hlutverk að ná samningi en það gengur ekki eins og þetta lítur út núna. En við höldum bara áfram að tuða og finnum lausn á þessu.“

Hafa ekki breytt áætlunum sínum

Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair og Wow Air hafa flugfélögin ekki tekið ákvarðanir um breytingar á flugáætlunum eða um önnur viðbrögð við mögulegum verkfallsaðgerðum.

„Við höfum ekki tekið neinar ákvarðanir um að breyta áætlunum okkar fyrir þessa tvo daga, þær eru óbreyttar. Við vonumst til þess að það náist að semja og erum bjartsýn á að það komi ekki til truflana. Ef þannig fer snýst okkar starf um það að koma öllum viðskiptavinum áfangastað með eins lítilli röskun og hægt er,“ segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air tekur í sama streng. Hún segir að flugfélagið hafi ekki breytt áætlunum sínum yfir þessa daga.

„Farþegar hafa þó nokkuð hringt í þjónustuverið okkar og spurst fyrir um verkfallið. Við höfum þó ekki orðið vör við það að bókanir hafi dregist saman í kringum þetta tímabil,“ segir Svanhvít og bætir við að flugfélagið muni aðstoða alla farþega eins og kostur ef er að verkfalli verður. Að sögn Svanhvítar mun öll aðstoð taka mið af reglugerð Samgöngustofu um réttindi flugfarþega í verkföllum. Þar kemur m.a. fram að þegar flugi er aflýst vegna verkfalls á farþegi rétt á að velja um endurgreiðslu eða fá breytingu á flugleið. Farþegi á þannig alltaf rétt á endurgreiðslu á fullu miðaverði við aflýsingu flugs.

Hér má sjá vef Samgöngustofu þegar það kemur að réttindum flugfarþega í verkföllum. 

Icelandair hefur ekki breytt áætlun sinni þá daga sem aðgerðirnar ...
Icelandair hefur ekki breytt áætlun sinni þá daga sem aðgerðirnar standa yfir.
Wow Air hefur bent viðskiptavinum sínum á reglugerð Samgöngustofu.
Wow Air hefur bent viðskiptavinum sínum á reglugerð Samgöngustofu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hljómleikar í olíutanka

19:54 Síldarminjasafnið á Siglufirði er fyrir löngu orðið lands- og heimsþekkt, og gríðarlegur fjöldi gesta kemur þangað ár hvert til að fræðast og njóta. Árið 2000 hlaut það Íslensku safnaverðlaunin fyrst safna, og árið 2004 Evrópsku safnaverðlaunin, hið eina á Íslandi. Meira »

OR undirbýr rannsókn á örplasti í vatni

19:10 Orkuveita Reykjavíkur vinnur nú að því að undirbúa mælingar á því hvort örplast leynist í neysluvatni Íslendinga. Þetta staðfestir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, sem segir Orkuveituna nú vera að viða að sér búnaði til að gera slíkar mælingar. Meira »

Sjávarútvegur mikilvægasta atvinnugreinin

18:48 „Ég hef alltaf haft áhuga á sjávarútvegi og skrifað mikið um hann. Ég skrifaði bók fyrir háskólastigið sem kom út í fyrra, en þessi bók er meira ætluð framhaldsskólum og almenningi, hún er einfaldari í framsetningu en gefur gott yfirlit um íslenskan sjávarútveg,“ segir Ágúst Einarsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst og prófessor, í samtali við 200 mílur. Meira »

Bætti ári við með óvæntum burði

18:43 Ærin MæjaBella kom eiganda sínum heldur betur á óvart þegar hún bar tveimur lömbum núna upp úr miðjum september, sem er býsna óvenjulegt. Eigandinn, Ásta Þorbjörnsdóttir, bóndi á Grjótá í Fljótshlíð, tók ungviðinu fagnandi enda er hún mikið fyrir dýr og hefur meðal annars fóstrað móðurlausa grágæsarunga. Meira »

Gekk ekki í takt við þingflokkinn

18:37 „Ég geri ráð fyrir að þetta hafi snúist um að virða það samkomulag sem formennirnir hafa gert um þinglok,“ segir Pawel Bartozsek, þingmaður Viðreisnar. Dagskrártillaga þingmanna Pírata og Samfylkingar, um að taka í dag fyrir frumvarp Pírata um stjórnarskrárbreytingar var felld í dag. Meira »

Braust inn í bílskúr tvo daga í röð

17:51 Karlmaður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í 60 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir tvær tilraunir til þjófnaðar. Maðurinn játaði að hafa 10. maí og aftur 11. maí brotist inn í bílskúr í Reykjavík og reynt að stela þaðan búnaði til motorcross-iðkunnar. Meira »

Ekki mikilvægast að koma börnum í skjól

16:45 „Ég tek ekki undir með háttvirtum þingflokksformanni Vinstri grænna, að mikilvægasta málið sé að koma börnum í skjól. […] Það er jafn mikilvægt að bjarga fjölskyldum og búum sauðfjárbænda.“ Þetta sagði Framsóknarmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson í umræðu um breytingar á lögum um uppreista æru. Meira »

Ekki vera á ferðinni að nauðsynjalausu

17:48 Lögreglan á Austurlandi brýnir fyrir fólki að vera ekki á ferðinni fyrir austan næsta sólarhringinn að nauðsynjalausu. Veðurspá gerir ráð fyrri óvenjumikilli úrkomu í landshlutanum. Meira »

Rimantas fannst látinn

16:35 Rimantas Rimkus, sem lýst var eftir í júní, fannst látinn á höfuðborgarsvæðinu í lok síðasta mánaðar. Rimantas, sem var 38 ára og frá Litháen, lætur eftir sig tvö börn. Meira »

Fannst erfitt að kalla sig Framsóknarmann

16:03 Karl Liljendal Hólmgeirsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum en hann hefur verið varaformaður Félags ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrennis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Karl hefur sent frá sér. Meira »

Brú milli íslenskra fyrirtækja og Costco

15:43 „Í Costco eru um 2% af vörunúmerum íslensk. Það hljóta að vera fleiri tækifæri að selja fleiri íslensk vörunúmer í Costco hér og líka fyrir íslensk fyrirtæki að koma vörum sínum í búðir Costco í útlöndum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Meira »

Ný fisktegund veiðist við Ísland

15:39 Brislingur hefur veiðst í fyrsta skipti við Ísland. Gerðist það í leiðangri Hafrannsóknastofnunar sem farinn var til rannsókna á flatfiski á grunnslóð við landið í lok ágústmánaðar. Einungis veiddist einn fiskur af tegundinni og var hann 15 sentimetra langur. Meira »

Ný ferja í höndum Vestmannaeyjabæjar

15:24 Samgönguráðuneytið fer þess á leit við Vegagerðina að stofnunin geri drög að samningi þar sem gert er ráð fyrir að rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju sé í höndum Vestmannaeyjabæjar. Óskað er eftir því að fyrstu drög að samningi liggi fyrir og verði kynnt ráðuneytinu 5. október. Meira »

Tólf mánaða dómar fyrir fjársvik

14:47 Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir til 12 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir fjársvik. Mennirnir, annar á fimmtugsaldri en hinn á sextugsaldri, voru ákærðir fyrir að hafa látið útbúa 22 tilhæfulausa reikninga frá Vert ehf. til Ölgerðarinnar. Meira »

Borgarísjaki út af Ströndum

14:35 Borgarísjaki sést frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum. Jakinn er um 18 kílómetra norð-norðaustur af Nestanga við Litlu-Ávík og um 8 kílómetra austur af Sæluskeri. Meira »

Ræður ekki förinni í þinginu

15:15 „Ég mótmæli því harðlega að því sé beint gegn mér að niðurstaðan hafi ráðist af hótunum, af tuddaskap, af einhvers konar tilraunum til að nota fólk í viðkvæmri stöðu, hælisleitendur eða aðra, sem skiptimynt við þinglok. Ég vísa öllum þessum ummælum til föðurhúsanna.“ Meira »

Þrengt að smábátum í Reykjavíkurhöfn

14:40 Smábátaeigendur í Reykjavík hafa áhyggjur af framtíð smábátaútgerðar í höfuðborginni. Stöðugt er verið að þrengja að aðstöðu þeirra í höfninni og er þar ferðaþjónustan fyrirferðarmest. Þetta er meðal þess sem fram kom í ávarpi formanns Smábátafélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins á föstudaginn. Meira »

Vonbrigði að ná ekki að klára

14:25 Ekki tókst að afgreiða frumvarp um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, svo nefnda NPA-þjónustu og frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga úr velferðarnefnd fyrir þinglok. Þetta staðfestir formaður velferðarnefndar. Nefndin hafi þó tryggt málinu áframhaldandi farveg. Meira »
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
Til leigu snyrtilegt skrifstofuherbergi á 2. hæð í Síðumúla 1, 22 fm
Til leigu snyrtilegt skrifstofuherbergi á 2. hæð í Síðumúla 1. Í herberginu eru ...
Eldhúsborð og stólar
Glæsilegt eldhúsborð og 4 leðurstólar. Tilboð óskast. Upplýsingar saeberg1...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...