300 leggja niður störf í Leifsstöð

Ef verkföllin skella á má gera ráð fyrir því að ...
Ef verkföllin skella á má gera ráð fyrir því að flugsamgöngur til og frá landinu muni lamast. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gert er ráð fyrir því að um 300 manns sem starfa við flugafgreiðslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar muni leggja niður störf í verkfallsaðgerðum Flóabandalagsins 31. maí og 1. júní.

Samkvæmt upplýsingum frá Guðbrandi Einarssyni, formanni Verslunarmannafélags Suðurnesja munu aðgerðirnar hafa gífurleg áhrif og þá aðallega þegar það kemur að fluginnritun og flutnings farangurs inn í flugvélar.  Ef ekki næst að semja hefjast aðgerðirnar á miðnætti 31. maí og standa til miðnættis 1. júní en allsherjarverkfall á að hefjast 6. júní.

Að sögn Guðbrands eru það bæði félagsmenn í Verslunarmannafélagi Suðurnesja og í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis sem leggja niður störf. Guðbrandur telur mjög líklegt að aðgerðirnar muni lama alla starfsemi flugstöðvarinnar.

Mun lama flugsamgöngur

„Ég myndi halda að það verði erfitt að halda út starfsemi í Leifsstöð þessa daga. Auðvitað er það leyfilegt samkvæmt lögum að yfirmenn og forstjórar og slíkt gangi í störf undirmanna en ég efast um að þeir séu nógu margir til þess að innrita og bera töskurnar,“ segir Guðbrandur í samtali við mbl.is.

En það eru ekki aðeins þeir sem starfa við innritun og töskur sem leggja niður störf. „Það eru stærstu hóparnir en til dæmis munu þeir sem sjá um að fylla á vínið og matinn í vélunum leggja líka niður störf og jafnframt þeir sem þrífa vélarnar. Það eru auðvitað líka stórir hópar,“ segir Guðbrandur. „Það má reikna með þvi að þetta lami flugsamgöngur til og frá landinu.“

Aðspurður hvort hann sé áhyggjufullur yfir stöðunni sem er nú komin upp svarar Guðbrandur því játandi. „Ég er auðvitað áhyggjufullur yfir því að við skulum ekki ná samningi. Það er okkar hlutverk að ná samningi en það gengur ekki eins og þetta lítur út núna. En við höldum bara áfram að tuða og finnum lausn á þessu.“

Hafa ekki breytt áætlunum sínum

Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair og Wow Air hafa flugfélögin ekki tekið ákvarðanir um breytingar á flugáætlunum eða um önnur viðbrögð við mögulegum verkfallsaðgerðum.

„Við höfum ekki tekið neinar ákvarðanir um að breyta áætlunum okkar fyrir þessa tvo daga, þær eru óbreyttar. Við vonumst til þess að það náist að semja og erum bjartsýn á að það komi ekki til truflana. Ef þannig fer snýst okkar starf um það að koma öllum viðskiptavinum áfangastað með eins lítilli röskun og hægt er,“ segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air tekur í sama streng. Hún segir að flugfélagið hafi ekki breytt áætlunum sínum yfir þessa daga.

„Farþegar hafa þó nokkuð hringt í þjónustuverið okkar og spurst fyrir um verkfallið. Við höfum þó ekki orðið vör við það að bókanir hafi dregist saman í kringum þetta tímabil,“ segir Svanhvít og bætir við að flugfélagið muni aðstoða alla farþega eins og kostur ef er að verkfalli verður. Að sögn Svanhvítar mun öll aðstoð taka mið af reglugerð Samgöngustofu um réttindi flugfarþega í verkföllum. Þar kemur m.a. fram að þegar flugi er aflýst vegna verkfalls á farþegi rétt á að velja um endurgreiðslu eða fá breytingu á flugleið. Farþegi á þannig alltaf rétt á endurgreiðslu á fullu miðaverði við aflýsingu flugs.

Hér má sjá vef Samgöngustofu þegar það kemur að réttindum flugfarþega í verkföllum. 

Icelandair hefur ekki breytt áætlun sinni þá daga sem aðgerðirnar ...
Icelandair hefur ekki breytt áætlun sinni þá daga sem aðgerðirnar standa yfir.
Wow Air hefur bent viðskiptavinum sínum á reglugerð Samgöngustofu.
Wow Air hefur bent viðskiptavinum sínum á reglugerð Samgöngustofu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skólpið í rétta átt á tveimur hótelum

20:46 Í lok nóvember verður lokið við að reisa nýtt viðbótar hreinsivirki fyrir skólp á Foss-hótelinu Vatnajökul á Lindarbakka við Höfn. Í september gerði Heil­brigðis­eft­ir­lit Aust­ur­lands at­huga­semd­ir við lé­lega skólp­hreins­un hótelsins og veitti frest til úrbóta til 20. nóvember í dag. Meira »

Kynnir háskólanemum landið

20:09 Herdís Friðriksdóttir, verkefnastjóri og eigandi ferðaskrifstofunnar Understand Iceland, fékk nýverið styrk til að kynna erlendum háskólanemum sjálfbærni og umhverfisvernd á Suðurlandi. Meira »

Glaðari konur og glaðari karlar

19:44 Kvenréttindafélag Íslands fagnar 110 ára afmæli sínu í ár. Í stað þess að efna til rjómatertusamsætis færði félagið öllum fyrsta árs framhaldsskólanemum á landinu bók að gjöf. Við ættum öll að vera femínistar eftir nígerísku skáldkonuna Chimamanda Ngozi Adichie kom út 27. september, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins. Meira »

Sýknaður því hann mætti ekki

19:34 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann og tvö fyrirtæki hans af meiri háttar brotum gegn skattalögum. Sýknudómurinn grundvallast af skorti á gögnum. Í honum kemur meðal annars fram að héraðssaksóknari gekk ekki á eftir því að maðurinn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð. Meira »

Gjóskuflóð færu hratt niður hlíðar

19:11 „Eldur upp kom í Litla-Héraði og eyddi allt héraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kapall.“ Svo stendur ritað í Oddverjaannál, um þær hamfarir sem fylgdu eldgosinu í Hnappafellsjökli í júní árið 1362. Meira »

Kaupa rakaskemmdar höfuðstöðvar

18:46 Orkuveitan hefur keypt aftur höfuðstöðvar sínar á Bæjarhálsi 1 af fasteignafélaginu Fossi. Kaupverð er fimm og hálfur milljarður en um þriðjungur húsanna er stórskemmdur af raka. Meira »

Keyrði inn í Hagkaup á Eiðistorgi

18:10 Óhapp varð nú síðdegis þegar eldri kona missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún keyrði inn í verslun Hagkaupa á Seltjarnarnesi. Meira »

Veður getur hamlað eftirliti

18:14 Slæm veðurspá getur sett strik í reikninginn þegar kemur að eftirliti með Öræfajökli næstu dagana. Tveir menn á vegum Veðurstofu Íslands héldu af stað austur að jökli um miðjan dag, með það fyrir augum að taka sýni úr ám sem renna undan jöklinum. Meira »

Telur hægt að útiloka sekt Thomasar

17:50 Munnlegur málflutningur fór í dag fram í máli Thomasar Møller Olsen gegn íslenska ríkinu, þar sem verjandi Thomasar fór fram á að dómkvaddur matsmaður, „hæfur og óvilhallur“, yrði fenginn til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir, með það fyrir augum að útiloka sekt hans. Meira »

Vilja ná 80% vefsíðna í loftið í dag

17:38 Um 60% af þeim vefsíðum sem eru í hýsingu hjá fyrirtækinu 1984, sem lenti í kerfishruni síðasta miðvikudag, eru komnar upp aftur. Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við mbl.is að gert sé ráð fyrir að ná upp allt að 80% síðnanna í dag. Meira »

Áfram í varðhaldi grunaður um peningaþvætti

17:14 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir helgi en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. desember. Meira »

Kvennaathvarfið hlaut viðurkenningu Barnaheilla

16:50 Kvennaathvarfið hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Meira »

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

16:35 Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðinn tíma vegna snjóflóðs sem féll skammt vestan Strákaganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað. Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

16:15 „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Vinnustöðvun gegn Primera ólögmæt

15:22 Ótímabundnu verkfalli flugliða um borð í flugvélum Primera Air, sem átti að hefjast 15. september en var frestað og var áformað 24. nóvember, er ólögmætt. Þetta er niðurstaða félagsdóms frá því í dag. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

16:18 Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

Bíllinn gjörónýtur eftir slysið

15:22 Búið er að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir alvarlegt umferðaslys sem varð á gatnamótum Grafningsvegar og Biskupstungnabrautar. Meira »

Tók vörur fyrir meira en hálfa milljón

15:03 Tryggvi Geir Magnússon var dreginn út í leiknum 100,5 sekúndur í ELKO og fékk hann tækifæri í morgun til að ná sér í sem flestar vörur í ELKO á 100,5 sekúndum Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
R108 Rúmgóð, falleg 3 herb. m.húsgögnum
Rúmgóð og falleg 3 herbergja íbúð í Stóragerði til leigu frá janúar 2018. Leigis...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...