300 leggja niður störf í Leifsstöð

Ef verkföllin skella á má gera ráð fyrir því að ...
Ef verkföllin skella á má gera ráð fyrir því að flugsamgöngur til og frá landinu muni lamast. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gert er ráð fyrir því að um 300 manns sem starfa við flugafgreiðslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar muni leggja niður störf í verkfallsaðgerðum Flóabandalagsins 31. maí og 1. júní.

Samkvæmt upplýsingum frá Guðbrandi Einarssyni, formanni Verslunarmannafélags Suðurnesja munu aðgerðirnar hafa gífurleg áhrif og þá aðallega þegar það kemur að fluginnritun og flutnings farangurs inn í flugvélar.  Ef ekki næst að semja hefjast aðgerðirnar á miðnætti 31. maí og standa til miðnættis 1. júní en allsherjarverkfall á að hefjast 6. júní.

Að sögn Guðbrands eru það bæði félagsmenn í Verslunarmannafélagi Suðurnesja og í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis sem leggja niður störf. Guðbrandur telur mjög líklegt að aðgerðirnar muni lama alla starfsemi flugstöðvarinnar.

Mun lama flugsamgöngur

„Ég myndi halda að það verði erfitt að halda út starfsemi í Leifsstöð þessa daga. Auðvitað er það leyfilegt samkvæmt lögum að yfirmenn og forstjórar og slíkt gangi í störf undirmanna en ég efast um að þeir séu nógu margir til þess að innrita og bera töskurnar,“ segir Guðbrandur í samtali við mbl.is.

En það eru ekki aðeins þeir sem starfa við innritun og töskur sem leggja niður störf. „Það eru stærstu hóparnir en til dæmis munu þeir sem sjá um að fylla á vínið og matinn í vélunum leggja líka niður störf og jafnframt þeir sem þrífa vélarnar. Það eru auðvitað líka stórir hópar,“ segir Guðbrandur. „Það má reikna með þvi að þetta lami flugsamgöngur til og frá landinu.“

Aðspurður hvort hann sé áhyggjufullur yfir stöðunni sem er nú komin upp svarar Guðbrandur því játandi. „Ég er auðvitað áhyggjufullur yfir því að við skulum ekki ná samningi. Það er okkar hlutverk að ná samningi en það gengur ekki eins og þetta lítur út núna. En við höldum bara áfram að tuða og finnum lausn á þessu.“

Hafa ekki breytt áætlunum sínum

Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair og Wow Air hafa flugfélögin ekki tekið ákvarðanir um breytingar á flugáætlunum eða um önnur viðbrögð við mögulegum verkfallsaðgerðum.

„Við höfum ekki tekið neinar ákvarðanir um að breyta áætlunum okkar fyrir þessa tvo daga, þær eru óbreyttar. Við vonumst til þess að það náist að semja og erum bjartsýn á að það komi ekki til truflana. Ef þannig fer snýst okkar starf um það að koma öllum viðskiptavinum áfangastað með eins lítilli röskun og hægt er,“ segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air tekur í sama streng. Hún segir að flugfélagið hafi ekki breytt áætlunum sínum yfir þessa daga.

„Farþegar hafa þó nokkuð hringt í þjónustuverið okkar og spurst fyrir um verkfallið. Við höfum þó ekki orðið vör við það að bókanir hafi dregist saman í kringum þetta tímabil,“ segir Svanhvít og bætir við að flugfélagið muni aðstoða alla farþega eins og kostur ef er að verkfalli verður. Að sögn Svanhvítar mun öll aðstoð taka mið af reglugerð Samgöngustofu um réttindi flugfarþega í verkföllum. Þar kemur m.a. fram að þegar flugi er aflýst vegna verkfalls á farþegi rétt á að velja um endurgreiðslu eða fá breytingu á flugleið. Farþegi á þannig alltaf rétt á endurgreiðslu á fullu miðaverði við aflýsingu flugs.

Hér má sjá vef Samgöngustofu þegar það kemur að réttindum flugfarþega í verkföllum. 

Icelandair hefur ekki breytt áætlun sinni þá daga sem aðgerðirnar ...
Icelandair hefur ekki breytt áætlun sinni þá daga sem aðgerðirnar standa yfir.
Wow Air hefur bent viðskiptavinum sínum á reglugerð Samgöngustofu.
Wow Air hefur bent viðskiptavinum sínum á reglugerð Samgöngustofu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Viðgerðir á gluggunum í Skálholti dýrar

08:18 Ráðast þarf í viðamiklar viðgerðir á steindu gluggunum eftir Gerði Helgadóttur sem prýða Skálholtsdómkirkju, að sögn Jóns Sigurðssonar, formanns verndarsjóðs kirkjunnar, sem Skálholtsfélagið hið nýja stofnaði í fyrra. Meira »

Þingmaður í flóttamannabúðum

07:57 Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, er þessa stundina stödd í Grikklandi á vegum SOS Barnaþorpa þar sem hún mun næstu fjórar vikurnar meðal annars sinna sjálfboðastörfum í þágu flóttabarna sem flúið hafa fylgdarlaus til Evrópu. Meira »

Krúttleg lítil bæjarhátíð á Húsavík

07:37 Hlöðuball með Birgittu Haukdal, hrútasýning, garðatónleikar og Mæruhlaup eru meðal þess sem í boði er á Mærudögum á Húsavík sem haldnir verða 27. til 30. júlí. Meira »

Hellisheiði lokuð á leið austur

07:37 Þeir ökumenn sem eiga leið um Suðurlandsveg geta átt von á töfum vegna framkvæmda. Hellisheiði er nú lokuð fyrir umferð á leið austur og þurfa ökumenn að fara Þrengslaveg. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar átti þeim malbikunarframkvæmdum að vera lokið um klukkan fjögur í nótt. Meira »

Eiga að gefa út ákæru í nauðgunarmáli

07:32 Ríkissaksóknari hefur fellt niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í nauðgunarmáli. Brotið átti sér stað í heimahúsi fyrir þremur árum en var ekki kært til lögreglu fyrr en tveimur árum síðar eða síðasta sumar. Meira »

Skátar skila yfir 2 milljörðum

07:00 „Nú erum við, Bandalag íslenskra skáta, að opna einn umfangsmesta viðburð sem hefur verið haldinn á Íslandi,“ segir Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri World Scout Moot 2017, sem sett verður í Laugardalshöll í dag. Meira »

Varað við hvössum vindhviðum

06:32 Varað er við hvössum vindhviðum undir Eyjafjöllum seint í kvöld. Vindurinn sem verður um 13-18 m/s getur verið varasamur ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Ökumenn sem ferðast með ferðavagna eru beðnir að taka tillit til þess. Meira »

Við stýrið undir áhrifum fíkniefna

06:58 Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Þeir voru báðir látnir lausir eftir blóðtöku. Í bíl annars þeirra sem lögreglan í Kópavogi og Breiðholti stöðvaði fannst einnig lítilræði af ætluðum fíkniefnum. Meira »

Einungis tveir sóttu um stöðuna

05:30 Starf borgarlögmanns var auglýst á dögunum og er umsóknarfrestur runninn út.   Meira »

Þrjú hótel áformuð við hlið Kjörgarðs

05:30 Þrjú hótel eru áformuð við Kjörgarð á Laugavegi 59 í Reykjavík. Íbúðahótelið Reykjavík Residence hyggst opna hótel á Hverfisgötu 78. Það verður að hluta í nýju bakhúsi sem snýr að Kjörgarði. Meira »

Námsgögn barna verði án endurgjalds

05:30 „Það virðist stefna í að allt eigi að vera ókeypis fyrir alla,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga.  Meira »

Viðhald á leikskólum óviðunandi

05:30 „Það er alveg ljóst og vitað að ástand leikskólabygginga er mjög slæmt og við höfum fengið ábendingar um slæmt viðhald bæði frá leikskólastjórum og eins frá foreldrum,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Ný bryggja við Fáskrúðsfjarðarhöfn

05:30 Ný bryggja er í smíðum við Fáskrúðsfjarðarhöfn og er ráðgert að byggingu hennar ljúki í september nk. Bryggjan er 90 metra löng og um tíu metra dýpi er við hana. Meira »

Hugbúnaðarlausnir Valitor í sókn

05:30 Starfsemi Valitor hefur gjörbreyst undanfarin ár og er fyrirtækið nú meðal stærstuhugbúnaðarhúsa landsins.   Meira »

24,9 stiga hiti í Húsafelli

Í gær, 23:18 Sumarveðrið er í hámarki þessa dagana og um að gera að njóta, segir vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hæstur hiti á landinu mældist í Húsafelli í dag 24,9 gráður, en hiti fór einnig yfir 24 gráður á Reykjum í Fnjóskadal og Ásgarði. Meira »

Verktakar flýja borgina

05:30 Dæmi eru um að verktakar hafi gefist upp á skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og tekið ákvörðun um að hætta uppbyggingu í miðborginni. Ástæðan er miklar og ítrekaðar tafir á afgreiðslu mála. Meira »

Er jarðhiti undir Grænlandsjökli?

05:30 Flugmaður, sem var á dögunum að ferja flugvél vísindaleiðangurs frá Íslandi til Monterey í Kaliforníu, náði mynd sem sýnir gufubólstra upp úr Grænlandsjökli. Meira »

Handleggsbrotnaði á trampólíni

Í gær, 22:46 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um trampólínslys við Sjávargrund um sexleytið í kvöld, en þar hafði barn handleggsbrotnað sem lenti illa er það var að hoppa á trampólíninu. Meira »
Stálstólar nýklæddir - gæða stólar - sími 869-2798
Er með nokkra gæða íslenska stálstóla, þessa gömlu góðu á 12,500 kr, stykkið, N...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Flugárið 2017....
Til leigu skemmtileg einkaflugvél. Mjög hagkvæm í rekstri. 4 sæti. Uppl. 898603...
Yamaha Virago
Til sölu Yamaha Virago xv700 árg.84. Gamal og góður hippi í ágætu standi. Verð k...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...