Nýir höfundar styrktir til útgáfu

Styrkhafar við afhendinguna í dag.
Styrkhafar við afhendinguna í dag.

Miðstöð íslenskra bókmennta veitti í dag sex nýjum höfundum Nýræktarstyrki til útgáfu á verkum þeirra. Það var Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, sem tilkynnti styrkhafa við athöfn í Gunnarshúsi en þetta er í áttunda sinn sem styrkjunum er úthlutað.

Styrkina hlutu: Arngunnur Árnadóttir fyrir skáldsöguna Að heiman, Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson fyrir ungmennabókina Af hverju breytast allir í kringum mann þegar maður verður UNGLINGUR en ég er alltaf sama krúttið?, Kristín Ragna Gunnarsdóttir fyrir barnabókina Glópagull og galdraskruddur, Áslaug Björt Guðmundsdóttir fyrir smásagnasafnið Himnaljós og Júlía Margrét Einarsdóttir fyrir skáldverkið Sirkús.

Alls barst 51 umsókn um Nýræktarstyrk frá 45 aðilum. Styrkjunum er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum nýrra höfunda og er þar átt við skáldverk í víðri merkingu þess orðs; sögur, ljóð, leikrit eða eitthvað allt annað, að því er segir í tilkynningu frá Miðstöð íslenskra bókmennta.

Styrkupphæðin nemur 400 þúsund krónum.

Heimasíða Miðstöðvar íslenskra bókmennta

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert