Hunang stoppar gáminn

Hundruð tonna af kjöti, ostum og þurrvöru bíða í tolli.
Hundruð tonna af kjöti, ostum og þurrvöru bíða í tolli. Ljósmynd/Samskip

„Kaupás er með blandaða þurrvöru og kassa af hunangi í gámi. Hunang þarf sérstaka umfjöllun Matvælastofnunar og þess vegna er gámurinn ekki tollafgreiddur meðan á verkfallinu stendur. Við erum ekki þau einu sem lenda í þessu, það eru fleiri heildsalar.“

Þetta segir Sigurður Gunnar Markússon, framkvæmdastjóri innkaupasviðs Kaupáss, sem á og rekur Krónuna meðal annars.

Allar aðrar vörur í gámnum geta farið í gegnum tollinn en þar sem hunang þarf stimplun frá starfsmönnum Matvælastofnunar er gámurinn stöðvaður. Í öðrum gámi eru nokkur kíló af ostum og áleggi föst. „Það getur valdið okkur einhverju tjóni en ekki stórkostlegu,“ segir Sigurður, en í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að hundruð tonna af vörum bíða nú tollafgreiðslu, sem ekki er veitt vegna verkfalls dýralækna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert