Íbúar Vestmannaeyja yfir 4300

Elliði Vignisson.
Elliði Vignisson. mbl.is/Árni Sæberg

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, greinir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að Vestmannaeyingar séu nú orðnir 4302 og er það í fyrsta skiptið frá árinu 2003 sem íbúafjöldinn nær yfir 4300.

Á vefsíðunni Heimaslóð.is má sjá lista yfir þróunina yfir íbúa á eyjunni frá upphafi. Flestir voru íbúarnir í Vestmannaeyjum árið 1971 þegar þeir voru 5231. Fækkaði þá íbúum niður í um 4300 árið 1974 áður en fjöldinn náði aftur hámarki árið 1991 þegar íbúarnir voru 4923. Þróunin snerist aftur við og náði lágmarki 2006 þegar þeir voru um 4100.

Þessa mynd birti Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar á Facebooksíðu sinni …
Þessa mynd birti Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar á Facebooksíðu sinni í dag. Mynd/Facebooksíða Elliða Vignissonar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert