Ljósmyndarinn Mary Ellen Mark er látin

Mary Ellen Mark.
Mary Ellen Mark. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Ljósmyndarinn Mary Ellen Mark lést í gær, 75 ára gömul. Hún var heimsfræg fyrir myndir sínar sem birtust meðal annars í tímaritum á borð við Life, New York Times Magazine, Rolling Stone og Vanity Fair. 

Hún var mikill Íslandsvinur og hélt meðal annars fjölda ljósmyndanámskeiða í samstarfi við Myndlistaskólann í Reykjavík sem voru sótt af bæði áhuga- og atvinnuljósmyndurum.

Hún fæddist þann 20 mars 1940 í Fíladelfíu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og stundaði nám við Háskólann í Pennsylvaníu. 

Á ævi sinni hlaut hún fjölda verðlauna, meðal annars þrenn blaðamannaverðlaun Johns F. Kennedys og heiðursverðlaun World Photography Organization.

Mark var í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu síðasta sumar þegar hún hélt sitt síðasta námskeið hér á landi. Hér má lesa viðtalið.

Mary Ellen Mark að störfum við að mynda krakka í …
Mary Ellen Mark að störfum við að mynda krakka í meðal annars krakka í Safamýrarskóla, á Lyngási og í Öskjuhlíðarskóla fyrir ljósmyndasýningu sem haldin var á Þjóðminjasafni Íslands mbl.is/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert