„Ég er svona hóflega bjartsýnn“

Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. mbl.is/Golli

„Staðan er bara óbreytt frá því í gær,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í samtali við mbl.is um kjaradeilu félagsins við ríkið en verkfall hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu hófst á miðnætti aðfararnætur 27. maí. Fundað verður vegna deilunnar hjá Ríkissáttasemjara klukkan 13:30 í dag.

„Ég er bara svona hóflega bjartsýnn,“ segir Ólafur aðspurður um það hvort hann búist við nýju tilboði frá ríkinu í dag. Hann segist ekki hafa heyrt um það hvers sé að vænta á fundinum fyrir utan það sem komið hafi fram í fjölmiðlum. Mbl.is greindi frá því í gær að samkvæmt upplýsingum frá Ríkissáttasemjara væri búist við nýjum tilboðum frá samninganefnd ríkisins í dag. Bæði í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og BHM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert