Fjögur skemmtiferðaskip á Akureyri

Sage Pearl II, Sea Spirit og Marco Polo við Oddeyrarbryggju …
Sage Pearl II, Sea Spirit og Marco Polo við Oddeyrarbryggju í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fjögur skemmtiferðaskip komu til Akureyrar í morgun og liggja enn öll við bryggju. Í sumar koma alls 100 slík skip til bæjarins, 84 að stærsta bæjarhlutanum en 16 hafa eingöngu viðkomu í Grímsey; í norðurbænum, eins og Akureyringar kalla eyna stundum, eftir að hún sameinaðist höfuðstað Norðurlands. Í fyrra komu 78 skemmtiferðaskip til Akureyrar.

Skipin sem komu til Akureyrar í dag eru Saga Pearl II, Sea Spirit og Marco Polo, sem liggja öll við Oddeyrarbryggju, og Sea Explorer II, sem lagðist við bryggju Útgerðarfélags Akureyringa.

Gera má ráð fyrir að alls komi um 75 þúsund ferðamenn með skipunum til Akureyrar í sumar.

Sea Explorer, bláa skipið næst, við bryggju Útgerðarfélags Akureyringa.
Sea Explorer, bláa skipið næst, við bryggju Útgerðarfélags Akureyringa. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Séð yfir neðsta hluta Oddeyrarinnar í dag. Sjá má öll …
Séð yfir neðsta hluta Oddeyrarinnar í dag. Sjá má öll fjögur skemmtiferðaskipin. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert