Jarðskjálftinn fannst í Reykjavík

Um hefðbunda skjálftavirkni er að ræða.
Um hefðbunda skjálftavirkni er að ræða. Rax / Ragnar Axelsson

Um hádegi í dag mældist skjálfti að stærð 3,1 með upptök við norðvestanvert Kleifarvatn. Skjálftinn fannst í Reykjavík. Um kl. 13.10 varð skjálfti sem mældist 4 stig.

Skjálftahrina hefur verið í gangi á því svæði frá því í morgun og hafa nú þegar mælst um 40 skjálftar í hrinunni. Skjálftarnir eru grunnir á um 3 km dýpi, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.

Stærsti skjálftinn sem hefur mælst á svæðinu í dag varð kl. 13.10 í dag og mældist hann fjögur stig. Gera má ráð fyrir að hann hafi fundist víða á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er um hefðbundnar plötuhreyfingar að ræða og tengjast þær ekki gosvirkni. 

Skjálftarnir eru á skjálftabelti sem liggur um Reykjanesskagann. Skjálftarnir í morgun voru á litlu dýpi. Líklegt er að skjálftinn sem varð kl. 13.10 hafi verið sá stærsti en þó er ekki hægt að segja það með vissu. Gera má ráð fyrir að minni eftirskjálftar fylgi í kjölfarið. 

Upplýsingar frá Veðurstofu Íslands:

Í dag kl. 13.10 varð jarðskjálfti af stærð 4 með upptök við norðanvert Kleifarvatn á Reykjanesskaga.  Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi.

Annar skjálfti að stærð 3,1 varð í morgun kl. 11.58. Hann fannst einnig í Reykjavík . Skjálftahrina hefur verið á svæðinu frá því í morgun. Skjálftarnir eru grunnir, á um 3 km dýpi. Skjálftahrinan er á flekaskilunum sem liggja um Reykjanesskagann.

Eins og sjá má á þessu grafi þá hófst jarðskjálftahrina …
Eins og sjá má á þessu grafi þá hófst jarðskjálftahrina í dag við Kleifarvatn. Af vef Veðurstofu Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert