Mikilvægast að vel takist til

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Við lögðum upp með það að höftin yrðu í tvö þegar við komum þeim á haustið 2008 og því miður erum við ekki fyrir löngu síðan komin fram með fullbúna áætlun um þessi mál,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í dag í svari við fyrirspurn frá Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sem gerði að umtalsefni sínu afnám fjármagnshaftanna og hversu langan tíma það hefði tekið.

Bjarni tók undir það að skaðlegt hefði verið hversu langan tíma málið hefði tekið. Ráðherrann sagðist hins vegar telja meiru skipta að vel tækist til þegar fjármagnshöftin yrði loksins afnumin en hvort það tæki einhverjar vikur eða mánuði til eða frá. 

„Það skiptir auðvitað öllu máli að áætlunin, þegar hún kemur fram, sé ígrunduð, vel hugsuð og að aðgerðaráætlunin gangi eftir. Það finnst mér mikið mikilvægara. Um leið og ég viðurkenni að ég vildi svo mjög gjarnan hafa komið með þetta mál fyrir talsvert löngu síðan en þetta er mál sem hefur þurft að þroskast og það hefur tekið ákveðnum breytingum. Meira að segja á undanförnum mánuðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert