Æ fleiri gerast jógakennarar

Jóga - Áhugi Íslendinga á jóga virðist óðum vera að …
Jóga - Áhugi Íslendinga á jóga virðist óðum vera að aukast. Andartak

Alls hafa tæplega tvöhundruð manns útskrifast úr kúndalíní-kennaranámi hér á landi síðan byrjað var að bjóða upp á námið árið 2008. Tvær jógamiðstöðvar á landinu útskrifa á ári hverju hóp viðurkenndra kúndalíní-jógakennara. Vaxandi áhuga á náminu er fagnað af jógareynsluboltum sem segja jóga vera mikla heilsubót í amstri hversdagsins.

„Ég fór fyrst í jóga þegar ég var ólétt að dóttur minni fyir tuttugu og fjórum ár um og þá var rosalega lítið í boði. Kripalú-jóga verður síðan vinsælt snemma á tíunda áratugnum og þá kom ákveðin bylgja af jógaáhuga, sem er alltaf að verða sterkari,“ segir Guðrún Darshan Arnalds, fyrsti kúndalíní-jógakennarinn hér á landi og stofnandi jóga- og heilsustöðvarinnar Andartaks. Andartak í Skipholti er önnur af tveimur jógamiðstöðvum sem bjóða uppá kennaranám í kúndalíní-jóga, en Jógasetrið í Borgartúni er hin. „Það er búin að eiga sér stað ákveðin vitundarbreyting varðandi jóga,“ segir Guðrún.

Stærsti árgangurinn hingað til

„Jógaáhugi á Íslandi hefur alltaf verið í lægðinni en núna finnst manni hann vera stöðugt vaxandi. Kúndalíní-jóga kom til landsins milli 2004 og 2005 og átti strax vel við Íslendinga,“ segir Auður Bjarnadóttir, sem skipuleggur kennaranámið í Jógasetrinu. Hún tekur í sama streng og Guðrún og telur vitundarbreytingu vera að eiga sér stað í samfélaginu um jóga. „Ég man að fyrir fimm sex árum þótti maður svolítið skrýtinn sem jógakennari en nú finnur maður ekki lengur fyrir því.“

Jógasetrið útskrifaði í ár stærsta árgang sem hingað til hefur sótt kúndalíní-jóga kennaranám, eða 38 manns. Fyrsta árið, 2008, sáu jógamiðstöðvarnar um námið saman en útskrifa nú sinn hópinn hvor ár hvert. Einsog áður sagði hafa tæplega tvöhundruð manns lokið náminu hér á landi, en þá eru ótaldir allir þeir aðilar sem hafa stundað jógakennaranám erlendis.

Nánar er rætt við þær Auði og Guðrúnu um jógaáhuga Íslendinga í Sunnudagsblaðinu

Jógakennarar - Stærsti árgangurinn sem hingað til hefur útskrifast úr …
Jógakennarar - Stærsti árgangurinn sem hingað til hefur útskrifast úr kúndalíní-jóga kennaranámi á Íslandi var útskrifaður í ár. Jógasetrið
mbl.is
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert