Fagnar ákvörðun Evrópusambandsins

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Rax

„Ég fagna því að ESB hafi loksins ákveðið að taka tillit til óska okkar sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis og taka okkur af sínum listum yfir umsóknarríki,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is um þá ákvörðun Evrópusambandsins nýverið að verða við ósk ríkisstjórnarinnar fyrr á árinu og fjarlægja Ísland af lista sínum yfir umsóknarríki.

„Það var alveg kominn tími til og ég er eiginlega hissa á því hversu langan tíma þetta tók. En nú er þetta gengið í gegnum og því ber að fagna,“ segir Vigdís. Ríkisstjórnin sendi helstu stofnunum Evrópusambandsins bréf um miðjan mars þess efnis að hún teldi Ísland ekki lengur umsóknarríki að sambandinu og var farið fram á að sambandið tæki mið af því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert