Þriggja leitað vegna ráns í Iceland

Mynd úr öryggismyndavél af vettvangi.
Mynd úr öryggismyndavél af vettvangi. Skjáskot af Facebook

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar þriggja manna í tengslum við rannsókn hennar á ráni í versluninni Iceland í Arnarbakka í Breiðholti á sunnudag. Tilkynning um málið barst lögreglu skömmu fyrir klukkan sex á sunnudagsmorgun, en þrír menn beittu starfsmann verslunarinnar ofbeldi áður en þeir höfðu á brott með sér fjármuni.

Frétt mbl.is: Ógnuðu starfsmanni með sprautunál

Ef einhverjir geta veitt upplýsingar um málið, þekkja til mannanna, eða vita hvar þá er að finna, eru hinir sömu vinsamlega beðnir um að hringja í lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið asmundurg@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndir úr öryggismyndavél af mönnunum sem grunaðir eru um ránið.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar þriggja manna í tengslum við rannsókn hennar á ráni í versluninni Iceland í Arnarbakka í Breiðholti á sunnudag. Tilkynning um málið barst lögreglu skömmu fyrir klukkan sex á sunnudagsmorgun, en þrír menn beittu starfsmann verslunarinnar ofbeldi áður en þeir höfðu á brott með sér fjármuni. Ef einhverjir geta veitt upplýsingar um málið, þekkja til mannanna, eða vita hvar þá er að finna, eru hinir sömu vinsamlega beðnir um að hringja í lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið asmundurg@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Wednesday, June 3, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert