Útilokar ekki lög á verkfall

Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór Júlíusson mbl.is/Ómar Óskarsson

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist ekki útiloka lagasetningu á verkfall hjúkrunarfræðinga. Það væri hins vegar neyðarúrræði. Þetta kom fram í tíufréttum RÚV. Ráðherrann hafnar því að um sýndarviðræður sé að ræða, eins og Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, sagði á mbl.is fyrr í kvöld.

Frétt mbl.is: Ríkið á í sýndarviðræðum við BHM

Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sagði á mbl.is fyrr í dag að lög á verkfallið væri engin lausn heldur aðeins frestun á vandanum, því slíkt gæti haft í för með sér uppsagnir hjúkrunarfræðinga.

Frétt mbl.is: Lög á verkfall leysa engan vanda

„Við fengum óformlegt tilboð frá ríkinu sem var ekki nægilegt til að gangast við. Okkar tilfinning er að það sé enginn vilji hjá hinu opinbera til að jafna launamun kynjanna né heldur að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga til jafns við aðra háskólamenn,“ segir Ólafur.

Hann segir markmið Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að tryggja hjúkrunarfræðinga í starfi til framtíðar hér á landi. „Það virðist ekki vera markmið ríkisstjórnarinnar,“ segir Ólafur. Verkfallið heldur því áfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert