Flug kann að raskast

Verkfall aðildarfélaga Rafiðnaðarsambands Íslands getur haft lamandi áhrif á starfsemi …
Verkfall aðildarfélaga Rafiðnaðarsambands Íslands getur haft lamandi áhrif á starfsemi flugvalla.

„Við erum að skoða þetta mál og þá hvort og hvernig það kann að hafa áhrif á flugsamgöngur,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, og vísar til yfirvofandi verkfalls félagsmanna aðildarfélaga Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem að óbreyttu mun hefjast 10. júní nk.

Meðal þeirra félagsmanna sem leggja niður störf þann dag eru rafvirkjar og rafeindavirkjar á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli, en þeir sjá m.a. um viðhald á ljósabúnaði á flugvöllum og flugleiðsögubúnaði, að því er fram kemur í umfjöllun um yfirvofandi verkfall í Morgunblaðinu í dag.

Aðspurður segir Guðni ekki útilokað að sótt verði um undanþágur vegna aðgerðanna. „Það verður skoðað þegar ljóst er hvaða áhrif þetta hefur,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert