Gáttuð á upplýsingaflæði í málinu

Lögreglustöðin Hverfisgötu.
Lögreglustöðin Hverfisgötu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Hlínar Einarsdóttur, segist gáttuð á magni upplýsinga sem fram hafa komið um málavexti í fjárkúgunarmálinu. Segir hún lögregluyfirvöld vera að athuga hvort upplýsingarnar séu frá þeim komnar.

„Einna markverðast finnst mér hversu nákvæmar upplýsingarnar eru. Ég hef rætt það við lögreglu hvort þeir séu ekki að skoða þetta innanhúss hjá sér og hef fengið það staðfest að þeir séu að gera það. Þeir rannsóknarlögreglumenn sem ég hef rætt við hafa fullvissað mig um að þetta verður skoðað,“ segir Kolbrún.

„Ég er ekki að fullyrða hreint út að upplýsingarnar komi þaðan en mér finnst undarlegt hversu miklar upplýsingar eru komnar fram um þetta mál. Mér finnst því full ástæða til að þrýsta á lögregluna um að skoða þetta vandlega.“

Fyrr í dag lagði Hlín Einarsdóttir fram kæru á hendur fyrr­ver­andi sam­starfs­manni sín­um vegna meintrar nauðgunar. Staðfestir Kolbrún þetta í samtali við mbl.is. 

Maðurinn lagði á þriðjudag fram kæru á hendur Hlín og systur hennar, Malín Brand, vegna meintrar fjár­kúg­un­ar

Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður Hlínar Einarsdóttur.
Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður Hlínar Einarsdóttur. Mynd/Valva.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert