Fundi slitið án árangurs

BHM og samninganefnd ríkisins.
BHM og samninganefnd ríkisins. mbl.is/Kristinn

Fundi í kjaradeilu BHM við ríkið var rétt í þessu slitið án árangurs. Engir frekari fundir hafa verið boðaðir samkvæmt upplýsingum frá Ríkissáttasemjara en viðræður fóru fram í húsakynnum embættisins. Viðræður höfðu staðið yfir í allan dag, í samtals 13 klukkustundir.

Þegar mbl.is ræddi við Pál Halldórsson, formann samninganefndar BHM, fyrr í dag var hann ekki bjartsýnn á framhaldið. „Við erum búin að bíða dögum saman eftir að fá þetta lið að samningaborðinu en það var ekki mikill áhugi hjá þeim lengi vel að semja um eitt eða neitt,“ sagði hann. Gera má ráð fyrir að líkur á að lög verði sett á verkfallið hafi aukist eftir fundartörnina í dag.

Viðræðum ríkisins við hjúkrunarfræðinga lauk fyrr í dag án árangurs en einnig er talið hugsanlegt að lög verði sett á verkfall þeirra líkt og verkfall BHM.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert