Nauðsynlegt inngrip

Félagsmenn í BHM og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðingar hafa mótmælt við …
Félagsmenn í BHM og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðingar hafa mótmælt við þinghúsið í dag. mbl.is/Styrmir Kári

„Það eru veruleg vonbrigði að þurfa að ganga til þessa verks með þessum hætti,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er hann mælti fyrir frumvarpi til laga kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga innan BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Hann sagði hins vegar ljóst, að ríkir almannahagsmunir séu í húfi og ríkar ástæður fyrir því að grípa inn í verkfallsaðgerðir félaganna. „Inngrip Alþingis er því miður nauðsynlegt til að tryggja þá hagsmuni sem hér eru undir, bæði þjóðfélagslega, efnahagslega og einnig fyrir vinnumarkaðinn í heild sinni,“ sagði Sigurður. 

Hann sagði, að í frumvarpinu væri farin sú leið, sem sé nokkuð hefðbundin, að gefa deiluaðilum færi á að leysa úr sínum ágreiningi fyrir tilsettan tíma - 1. júlí nk. - ella verði kjaradeilan lögð í gerðardóm. 

„Til að stuðla að aukinni sátt um ákvörðun gerðardóms, er í frumvarpi þessu farin sú leið að skipa gerðardóm til að leysa úr ágreiningi aðila. Hann skal skipaður þremur fulltrúum sem tilnefndir af Hæstarétti. Hann skal ljúka störfum eigi síðar en 15. ágúst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert