Bálreið eftir „ofbeldislög“

Páll Halldórsson ásamt Bryndísi Hlöðversdóttur ríkissáttasemjara fyrir fundinn í morgun.
Páll Halldórsson ásamt Bryndísi Hlöðversdóttur ríkissáttasemjara fyrir fundinn í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

„Við vorum bara að fara yfir þá stöðu sem komin er upp eftir að þessi ofbeldislög voru sett,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna, um stöðufund hans við ríkissáttasemjara og formann samninganefndar ríkisins í morgun.

Hann segir ekkert nýtt hafa komið fram á fundinum og félagið sé að undirbúa málsókn á hendur félagsins vegna lagasetningar á verkfallsaðgerðir BHM.

Páll segir að komi ríkið með „ómótstæðilegt“ tilboð verði það að sjálfsögðu skoðað en sem stendur sé ekki ástæða til að boða til formlegs samningafundar sem stendur. Slíkt tilboð liggur þó ekki fyrir að sögn Páls.

„Við berum auðvitað hönd fyrir höfuð okkar,“ svarar Páll, aðspurður um fyrirhugaða málsókn félagsins á hendur ríkinu. Hann segir félagsmenn bálreiða vegna lagasetningarinnar en fari þó að lögum og mæti til vinnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert