Hval rak að landi við Stakksey

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.

Um sautján metra langan hval rak að landi við Stakksey á Breiðafirði, rétt norðan við Stykkishólm. Líklegt þykir að hvalurinn hafi strandað og drepist inni í víkinni í morgun.

Fréttavefurinn Skessuhorn greindi frá þessu í kvöld.

Þar segir að félagar úr björgunarsveitinni Berserkjum í Stykkishólmi hafi farið í kvöld ásamt starfsfólki Náttúrustofu Vesturlands til að skoða hvalinn. Var þá flætt yfir bakuggann, þannig að ekki er vitað hvort um steypiræða eða langreyði sé að ræða.

Ráðgert er að fara í eyjuna annað kvöld til að ná hræinu af strandstað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert