Rignir víða í kvöld og nótt

Veðrið á hádegi í dag.
Veðrið á hádegi í dag. Skjáskot/Veðurstofan

Í dag er spáð 12-20 stiga hita á landinu og enn er það Vesturlandið sem verður hlýjast. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð 16 stiga hita. Í kvöld og nótt mun rigna víða um land. Varað er við hvassviðri undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Öræfum síðdegis.

Sjá veðurvef mbl.is.

Veðurspáin næsta sólarhringinn er þessi:

Hægt vaxandi norðaustanátt, 15-20 m/s og rigning við suðausturströndina síðdegis, en annars 10-18, hvassast norðvestantil. Rignir víða um land í kvöld og nótt, en þurrt að kalla norðvestantil framundir morgun. Norðaustan 8-15 m/s og víða væta á morgun, hvassast norðvestantil.

Hiti verður 12 til 20 stig að deginum, hlýjast á Vesturlandi, en mun svalara með austurströndinni.

Spáin fyrir höfuðborgarsvæðið næsta sólarhring er þessi:

Norðaustan 3-8 m/s og bjartviðri, en 8-13 og fer að rigna seint í kvöld. Hægari, en áfram dálítil væta á morgun. Hiti 10 til 16 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert