Útme'ða hleypur af stað

Hópurinn sem tekur þátt í verkefninu.
Hópurinn sem tekur þátt í verkefninu. Af facebook-síðu Út me'ða

Tólf manna hópur lagði af stað kl. 9.30 í morgun í fimm daga hlaupaferð hringinn í kringum landið skrifstofu Rauða krossins í Efstaleiti. Um er að ræða hlaupaverkefnið Útme'ða, átaks- og forvarnarverkefni gegn sjálfsvígum ungra karla.

Geðhjálp, Hjálparsími Rauða krossins og svo hlaupahópurinn standa sameiginlega að verkefninu. Markmið átaksins er að efna til vitundarvakningar meðal almennings til að fækka sjálfsvígum í þessum viðkvæma hópi.

Hægt er að styrkja átakið með því að hringja í söfnunarsímann 904-1500 til að veita 1.500 króna framlag eða með því að leggja inn frjáls framlög á styrktarreikninginn 546-14-411114, kt. 531180-0469.

Sjálfsvíg hafa verið algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára á Íslandi á allra síðustu árum en fjórir til sex ungir menn svipta sig lífi að jafnaði á Íslandi á hverju ári.

Ríflega eitt símtal til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 snýst um sjálfsvíg, eigið eða annarra, á hverjum einasta degi allan ársins hring. 

Facebooksíða Út me'ða

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert