„Fagfólk ekki tínt af trjánum“

Lífeindafræðingar vinna meðal annars á rannsóknarstofum Landspítalans.
Lífeindafræðingar vinna meðal annars á rannsóknarstofum Landspítalans. mbl.isÁrni Sæberg

Alvarleg staða kemur upp hvað hjartaaðgerðir varðar á Landspítalanum gangi uppsögn þriggja lykilstarfsmanna eftir. Þetta staðfestir Páll Matthíasson, forstjóri LSH, en báðir lífeindafræðingarnir sem starfa við hjarta- og lungnavél ásamt hjúkrunarfræðingi hafa sagt upp störfum.

Þá sögðu tíu lífeindafræðingar á sýkladeild upp störfum í gær, af 26 stöðugildum. Uppsagnir þeirra taka gildi eftir þrjá mánuði, standi þeir við uppsagnirnar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag greinir Páll frá því, að erlendir sérfræðingar muni leysa nokkra sérhæfða starfsmenn af í nokkrar vikur í sumar, þannig að hægt verði að framkvæma nauðsynlegustu hjartaaðgerðirnar. Þetta sé þó dýrt úrræði og aðeins gert í neyð.

Hann heldur áfram: „Lífeindafræðingar á spítalanum eru mjög sérhæft fagfólk, ekki síst þeir sem voru að segja upp á sýkladeild. Þetta er ekki fólk sem maður tínir af trjánum. Það sama gildir um annað fagfólk. Um er að ræða sérmenntað fólk, oft með fágæta fagmenntun.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert