Forsendubrestur er yfirvofandi

Birgjar hafa margir notað tækifærið og hækkað verð í skjóli …
Birgjar hafa margir notað tækifærið og hækkað verð í skjóli nýgerðra kjarasamninga. mbl.is/Árni Sæberg

„Hafi kaupmáttur ekki aukist í febrúar á næsta ári eru forsendur nýgerðra kjarasamninga brostnar,“ segir Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands (ASÍ), um verðhækkanir birgja sem munu hafa áhrif á verðlag og kaupmátt.

Bresti forsendur kjarasamninga er líklegast að þeim verði sagt upp eða samið verði um viðbótar launahækkanir á móti verðlagshækkunum. „Tölur Hagstofunnar sýna þó að þær verðhækkanir birgja sem hafa verið í fréttum að undanförnu hafa ekki skilað sér út í verðlagið, en ef fer fram sem horfir er gusa á leiðinni,“ segir Ólafur Darri í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Neytendasamtökin tóku saman lista yfir verðbreytingar birgja frá 1. maí 2015 þar sem kemur m.a. fram að Fjallalamb mun hækka kjötvörur sínar um 3,5% 1. júlí næstkomandi vegna nýgerðra kjarasamninga. Fyrirtækið Hollt og gott slær á svipaða strengi og hækkar grænmeti, salöt og fleira um 3,5% vegna kjarasamninganna. Myllan hækkar brauð sitt og kökur um 4,9% og 1,5% þann 6. júlí á grundvelli hækkana á launum, flutningum, rafmagni, húsnæði og fleiru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert