Gerðardómur boðar deiluaðila til fundar á morgun

Gerðardóms er meðal annars að ákveða launakjör ljlósmæðra.
Gerðardóms er meðal annars að ákveða launakjör ljlósmæðra. mbl.is/Golli

Gerðardómur hefur boðað deiluaðila til fundar í kjaradeilu BHM og ríkisins á morgun, að sögn Garðars Garðarssonar hæstaréttarlögmanns, sem var í gær skipaður formaður gerðardóms.

Hlutverk dómsins er að ákveða kaup og kjör félagsmanna BHM, m.a. Dýralæknafélags Íslands, Félags geislafræðinga og Ljósmæðrafélags Íslands.

Garðar segir að á fundinum á föstudag verði lagðar fram gerðarreglur sem dómurinn er búinn að búa til. „Þetta verður fyrsti snertiflötur aðila og dómsins. Við ræðum um framhaldið. Það eru ýmis formsatriði sem þarf að fara yfir og útskýra,“ segir Garðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert