Hækka um 2-10 þúsund á mánuði

Launin hækka meira hjá SGS vegna starfsmats.
Launin hækka meira hjá SGS vegna starfsmats. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkomulag hefur náðst milli Starfsgreinasambandsins og sveitarfélaga um nýtt starfsmat sem nær til rúmlega 1.000 félagsmanna í stéttarfélögum innan SGS sem starfa hjá sveitarfélögum.

Flest störf eru metin til hærri stiga og hækka laun að jafnaði um tvö til tíu þúsund krónur á mánuði auk þess sem starfsmennirnir fá leiðréttingu á launum heilt ár aftur í tímann.

Félagsmennirnir sem starfsmatið nær til starfa m.a. við umönnun, í mötuneytum og áhaldahúsum sveitarfélaga, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert