Gerðardómur kom saman í morgun

mbl.is/Kristinn

Gerðardómur í máli íslenska ríkisins og bandalags háskólamanna kom saman í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. Er þetta fyrsti fundur dómsins að undanskyldum stuttum, óformlegum fundi í gær.

Á miðvikudaginn var gerðardómurinn skipaður af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu eftir tilnefningu Hæstaréttar. Í honum sitja Garðar Gíslason lögmaður, Ásta Dís Óladóttir framkvæmdastjóri og Stefán Svavarsson endurskoðandi.

Hefur gerðardómurinn fengið frest til 15. ágúst til þess að komast að niðurstöðu. 

Garðar Gíslason, formaður dómsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að á fundinum í dag yrðu lagðar fram gerðarreglur. „Þetta verður fyrsti snertiflötur aðila og dómsins. Við ræðum um framhaldið. Það eru ýmis formsatriði sem þarf að fara yfir og útskýra“ sagði Garðar. 

Frá fyrsta fundi gerðardóms í morgun.
Frá fyrsta fundi gerðardóms í morgun. mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert