Þung umferð við Hvalfjarðargöng

Mikil umferð var við Hvalfjarðargöng eins og sést á þessari mynd sem mbl.is fékk senda frá ökumanni á ferðinni. Helgin sem senn gengur í garð er mikil ferðahelgi og full ástæða til að fara varlega. 

Frétt mbl.is: Umferðin tekin að aukast

Vegagerðin hefur á heimasíðu vakið athygli á því að unnið er að framkvæmdum á Hellisheiðinni fyrir ofan Hamragilsveg. Á kafla hefur því hámarkshraðinn verið lækkaður niður í 50 km/klst. og gæti það tafið umferðina frekar. 

Góð veðurspá er fyrir morgundaginn. Elín Björk Jónsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að það verði í raun fínt veður um land allt, og að hitinn geti farið upp í 20 stig þar sem sólin fær að skína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert