Útskrifuð af gjörgæslu

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Ómar

Sautján ára stúlka sem slasaðist alvarlega í bílslysi við Seyðisfjörð í síðustu viku hefur verið útskrifuð af gjörgæsludeild Landspítalans og flutt á Barnaspítala Hringsins. 

Stúlk­an var ökumaður í bíl sem valt með þeim af­leiðing­um að kona á tutt­ug­asta og fyrsta ald­ursári lést. 

Maður sem slasaðist alvarlega á miðvikudagskvöldið í bílveltu á Suður­lands­vegi, skammt vest­an við Kistu­fell í Vest­ur-Skafta­fells­sýslu, verður útskrifaður af gjörgæslu í dag. Þaðan verður hann fluttur á almenna deild Landspítalans. 

Fyrri fréttir mbl.is:

Líðan stúlkunnar er óbreytt

Fluttur alvarlega slasaður með þyrlu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert