Samfylkingin ekki náð fótfestu

Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.
Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn

Flokkinn vantar forystu. Af því leiðir annað vandamál sem er óskýr og almennur málflutningur og þar af leiðandi óljós stefna. Í stað stefnufestu sem er forsenda trúverðugleika í stjórnmálum hafa fulltrúar flokksins farið of almennum orðum um almenn gildi í hverju málinu af öðru frekar en að beita sér af þunga í málum sem varða almannahag.

Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, á vefsíðu sinni í dag í tilefni af nýjustu skoðanakönnun MMR sem sýndi flokkinn með 9,7% fylgi. Gagnrýnir hún varaformann Samfylkingarinnar, Katrínu Júlíusdóttur, fyrir að fjalla of almennt um vanda flokksins og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi þingmann og ráðherra Samfylkingarinnar, fyrir að vera í afneitun vegna orða hans í gær um að flokkurinn ætti eftir að taka flugið á ný.

Samfylkingin hefur ekki náð neinni fótfestu eftir síðustu kosningar enda glímir hún við augljósa forystukreppu sem birtist grímulaust á síðasta landsþingi þegar formaðurinn hélt velli með eins atkvæðis mun. Fleira kemur þó til sem ekki verður kennt formanni flokksins, a.m.k. ekki eingöngu. Þá á ég við þá stefnu- og ákvarðanafælni sem einkennt hefur Samfylkinguna mörg undanfarin ár og birtist annars vegar í óljósri orðræðu, hins vegar í endalausri stefnumótunarvinnu og endurskoðun gilda og starfsaðferða sem lítið er gert með loks þegar vinnan er afstaðin,“ segir Ólína ennfremur.

Fréttir mbl.is:

Fylgiskrísan stærri en formaðurinn

„Síðustu dagar Samfylkingarinnar?“

Píratar enn langstærstir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert