Helgi nýr sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs

Helgi Grímsson er nýr sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Helgi Grímsson er nýr sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Helgi Grímsson hefur verið ráðinn nýr sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Hann hefur áður starfað sem skólaráðgjafi og forstöðumaður frístundamiðstöðvar auk þess sem hann var skólastjóri fyrst í Laugarnesskóla og nú síðast í Sjálandsskóla í Garðabæ sem hlaut íslensku menntaverðlaunin árið 2011.

Helgi lauk meistaragráðu í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands 2012 og hefur einnig B.Ed. próf og diplómu í stjórnun menntastofnana frá Kennaraháskóla Íslands. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Helgi hafi víðtæka reynslu af stefnumótun í skóla- og frístundastarfi á sviði sveitarstjórnarmála og hjá skátahreyfingunni. 

Alls bárust 18 umsóknir um sviðsstjórastarfið en fjórir umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Tekur Helgi við starfinu þann 1. október þegar Ragnar Þorsteinsson lætur af störfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert