36 langreyðar veiddar

Gert að langreyði í Hvalstöðinni í Hvalfirði.
Gert að langreyði í Hvalstöðinni í Hvalfirði. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hvalbátarnir Hvalur 8 og Hvalur 9 voru væntanlegir í morgun með tvo hvali hvor. Búið er að veiða 36 langreyðar á þessari vertíð, að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf. „Þetta eru ágætis hvalir og það hefur verið áta í þeim flestum fram að þessu,“ sagði Kristján í frétt í Morgunblaðinu í dag.

Veiðarnar hófust seinna nú en í fyrra. Í gær höfðu þær staðið í 20 daga en fyrstu 33 dagana í fyrra höfðu veiðst 40 hvalir. Í fyrra tafði vikulöng bræla í byrjun júlí veiðar. Sjóveðrið hefur verið ágætt til veiða í sumar en skyggnið hefur verið brellið og stundum erfitt að sjá hvalina.

Flutningaskipið Winter Bay lestaði hér 1.800 tonn af hvalaafurðum og lagði af stað til Japans í júní. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert