Pissa í hvert skúmaskot á Íslandi

Ferðamenn stunda ekki eingöngu sjálfsmyndatöku með kjánaprikum. Uppbygging er lykillinn ...
Ferðamenn stunda ekki eingöngu sjálfsmyndatöku með kjánaprikum. Uppbygging er lykillinn að lausninni segja ferðaþjónustuaðilar. Eggert Jóhannesson

Svo virðist sem ferðamenn hafi gengið örna sinna víðast hvar um Ísland. Þingvellir, kirkjugarðar og Gullfoss virðast vera nýjustu eða í hið minnsta umtöluðustu staðirnir, en einnig hafa borist fregnir af ferðamönnum sem hafast að næturlangt við skóla og á bílastæðum. Í gær fréttist svo af ferðamanni sem kveikti í sinu í Borgarfirði eftir að hafa lagt eld að klósettpappír sem hann hafði þrifið sig með eftir að hafa gengið örna sinna.

Ástdís Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri Gullfoss Kaffi, sagði í samtali við mbl.is að Ísland hefði verið markaðssett þannig að það þurfi ekki að borga fyrir neitt hérna. Ennfremur hefur Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, bent á að víðsvegar á netinu sé að finna umfjallanir um Ísland sem hvetja til þess að fólk leggi bílum sínum og hafist við næturlangt hvar sem er en því fylgja væntanlega aðrar mannlegar þarfir. Meðal þess sem segir á einni síðunni er: „Í lok ferðarinnar leið mér eins og ég hefði átt í miklum samskiptum við náttúruna í þeim skilningi (hvernig orða ég þetta varlega?) Ég pissaði í hvert einasta skúmaskot Íslands.“

Þurfum að skilja að Róm verður ekki byggð á einum degi

„Á undanförnum árum hefur ferðaþjónustan vaxið mjög ört og slíkum snöggum vexti fylgja, held ég, alltaf ákveðnir vaxtarverkir og áskoranir. Þegar vöxturinn er mjög ör, þá gefst kannski ekki tími til að bregðast við alltaf og ævinlega á þeim hraða sem þyrfti.“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og bætir við að halda þurfi áfram á þeirri braut að horfa til langs tíma og vera ekki föst í viðbragðsstöðu heldur setja langtímamarkmið og áætlanir. „Fjárveitingar þurfa að vera ákveðnar með raunsæjum hætti en um leið þurfum við að gera okkur grein fyrir því að Róm verður ekki byggð á einum degi.“ segir Ólöf. Hún segist ekki geta sagt til um hversu mikið fé þurfi að leggja í innviði til þess að standast álag á ferðamannastaði en það séu umtalsverðar fjárfestingar sem þurfi að ráðast í. Jafnframt að hið opinbera þurfi að einbeita sér að ferðaþjónustunni og koma með öflugum hætti að verkefnum sem snúa að henni.

Barnið vex en brókin ekki

„Það er ólíðandi að ferðamenn nýti sér ekki þá aðstöðu sem þó er fyrir hendi,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar en hann segir að þó að fjárveiting til uppbyggingar á ferðamannastöðum sem kom til nú í maí, hafi verið jákvætt fyrsta skref, þá sé verk að vinna og betur megi ef duga skal.

Skapti Örn segir að fjölgun ferðamanna í ár hafi verið enn meiri en búist var við og ljóst sé að stóraukið fé þurfi í uppbyggingu innviða. „Barnið vex en brókin ekki, ferðamönnum er að fjölga um 30% á þessu ári en undanfarin ár hefur aukningin verið um og yfir 20%. Aðrar ferðaþjónustuþjóðir horfa fram á 4-5% fjölgun á ári,“ segir Skapti Örn. Hann tekur ekki undir orð Ástdísar um að markaðssetning hafi verið með þeim hætti að hér geti ferðamenn gert eins og þeim sýnist án þess að borga krónu fyrir. Það sé ekki verið að markaðssetja Ísland á þann hátt. Hins vegar sé þjóðin ung ferðaþjónustuþjóð og verið sé að takast á við þær áskoranir sem fylgi eins örri fjölgun ferðamanna á litlum tíma.

Ekki fyrir hvern sem er

„Það er á einhverjum misskilningi byggt að Ísland sé markaðssett ókeypis og við könnumst ekki við það,“ segir Inga Hlín, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Hún segir að Íslandsstofa vinni náið með íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum að markaðssetningu erlendis og unnar hafi verið grunnstoðir í markaðssetningu með um 400 ferðaþjónustuaðilum. Undanfarin ár hafi sjónum sérstaklega verið beint að Íslandi yfir vetrartímann. Markhópurinn sem sóst er eftir í umræddum grunnstoðum er ekki hver sem er, heldur fólk á aldrinum 20-65 ára sem er með tekjur og menntun yfir meðallagi og hefur áhuga á því að ferðast sjálfstætt, að sögn Ingu Hlínar.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fannst erfitt að kalla sig Framsóknarmann

16:03 Karl Liljendal Hólmgeirsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum en hann hefur verið varaformaður Félags ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrennis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Karl hefur sent frá sér. Meira »

Brú milli íslenskra fyrirtækja og Costco

15:43 „Í Costco eru um 2% af vörunúmerum íslensk. Það hljóta að vera fleiri tækifæri að selja fleiri íslensk vörunúmer í Costco hér og líka fyrir íslensk fyrirtæki að koma vörum sínum í búðir Costco í útlöndum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Meira »

Ný fisktegund veiðist við Ísland

15:39 Brislingur hefur veiðst í fyrsta skipti við Ísland. Gerðist það í leiðangri Hafrannsóknastofnunar sem farinn var til rannsókna á flatfiski á grunnslóð við landið í lok ágústmánaðar. Einungis veiddist einn fiskur af tegundinni og var hann 15 sentimetra langur. Meira »

Ný ferja í höndum Vestmannaeyjabæjar

15:24 Samgönguráðuneytið fer þess á leit við Vegagerðina að stofnunin geri drög að samningi þar sem gert er ráð fyrir að rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju sé í höndum Vestmannaeyjabæjar. Óskað er eftir því að fyrstu drög að samningi liggi fyrir og verði kynnt ráðuneytinu 5. október. Meira »

Ræður ekki förinni í þinginu

15:15 „Ég mótmæli því harðlega að því sé beint gegn mér að niðurstaðan hafi ráðist af hótunum, af tuddaskap, af einhvers konar tilraunum til að nota fólk í viðkvæmri stöðu, hælisleitendur eða aðra, sem skiptimynt við þinglok. Ég vísa öllum þessum ummælum til föðurhúsanna.“ Meira »

Tólf mánaða dómar fyrir fjársvik

14:47 Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir til 12 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir fjársvik. Mennirnir, annar á fimmtugsaldri en hinn á sextugsaldri, voru ákærðir fyrir að hafa látið útbúa 22 tilhæfulausa reikninga frá Vert ehf. til Ölgerðarinnar. Meira »

Borgarísjaki út af Ströndum

14:35 Borgarísjaki sést frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum. Jakinn er um 18 kílómetra norð-norðaustur af Nestanga við Litlu-Ávík og um 8 kílómetra austur af Sæluskeri. Meira »

Þrengt að smábátum í Reykjavíkurhöfn

14:40 Smábátaeigendur í Reykjavík hafa áhyggjur af framtíð smábátaútgerðar í höfuðborginni. Stöðugt er verið að þrengja að aðstöðu þeirra í höfninni og er þar ferðaþjónustan fyrirferðarmest. Þetta er meðal þess sem fram kom í ávarpi formanns Smábátafélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins á föstudaginn. Meira »

Vonbrigði að ná ekki að klára

14:25 Ekki tókst að afgreiða frumvarp um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, svo nefnda NPA-þjónustu og frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga úr velferðarnefnd fyrir þinglok. Þetta staðfestir formaður velferðarnefndar. Nefndin hafi þó tryggt málinu áframhaldandi farveg. Meira »

Rúv vanrækti almannaþjónustuhlutverk

14:21 Umboðsmanni Alþingis hafa af og til borist kvartanir og ábendingar frá einstaklingum sem búa við heyrnarskerðingu um skort á aðgengi að þjónustu Ríkisútvarpsins og þar með að það fullnægi ekki þeim kröfum sem kveðið er á um í lögum. Þetta kemur fram í bréfi umboðsmanns Alþingis til mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem sent var fyrr í þessum mánuði. Meira »

Skapa svigrúm og nýtt þing tekur afstöðu

14:14 Frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga er annað þeirra frumvarpa sem stendur til að afgreiða á Alþingi í dag áður en þingstörfum lýkur. Frumvarpið þarf að fara í gegnum þrjár umræður og hljóta afgreiðslu í nefnd áður en það verður að lögum. Meira »

Tekist á um stjórnarskrármálið

14:07 Þingfundur er hafinn á Alþingi en hann hófst klukkan 13:30. Stefnt er að því að ljúka nokkrum málum í dag, einkum er þar um að ræða breytingar á lögum um útlendinga varðandi stöðu barna í röðum hælisleitenda og afnám uppreistar æru í lögum. Meira »

Eignir Magnúsar kyrrsettar

13:28 Beiðni stjórnar United Silicon um að kyrrsetja eignir Magnúsar Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, hefur verið samþykkt hjá sýslumanni. Meira »

Þakklátur fyrir stuðninginn

11:44 „Ég er afar þakklátur fyrir stuðningsyfirlýsingar sem streyma inn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, á Facebook-síðu sinni en ýmsir trúnaðarmenn flokksins hafa gengið úr honum og lýst yfir stuðningi við nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar. Meira »

Krefjast frestunar réttaráhrifa

11:35 „Það getur verið að málið leysist á næstu dögum ef frumvarpið fer í gegnum Alþingi,“ segir Magnús Norðdahl lögmaður fimm manna fjöl­skyldu frá Gana. Samkomulag náðist í gær um lok þingstarfa og á dagskrá þingsins verða nokkur frumvörp m.a. frumvarp um breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um. Meira »

Sækja um endurupptöku

13:17 Samkvæmt frumvarpi um breyt­ingar á út­lend­inga­lög­um sem verður lagt fyrir Alþingi í dag mun fjölskyldan frá Gana geta sótt um endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála verði frumvarpið að lögum, að sögn Magnúsar Davíðs Norðdahl lögmanns fjölskyldunnar sem á að vísa úr landi. Meira »

Búist við mikilli rigningu á Suðausturlandi

11:35 Útlit er fyrir að það verði mjög vætusamt á Suðausturlandi og Austfjörðum út vikuna með tilheyrandi vatnavöxtum.   Meira »

Réttindalaus með hnúajárn og amfetamín

11:08 Ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöld vegna gruns um fíkniefnaakstur, reyndist hafa í fórum sínum hnúajárn og poka sem innihélt meint amfetamín. Auk þess hafði hann aldrei öðlast ökuréttindi. Meira »
Skrifborðsnuddari Verð 14.900 Olíu og vatnsheldur
Skrifborðsnuddari Verð 14.900 Olíu og vatnsheldur Ferðataska fylgir beige og...
Til leigu snyrtilegt og bjart 120 fm
atvinnuhúsnæði vestast á Kársnesi. Leigist eingöngu fyrir lager eða þ.h. uppl...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
 
Þjónustufulltrúi 50%
Skrifstofustörf
BÝRÐ ÞÚ YFIR afburða...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...