Pissa í hvert skúmaskot á Íslandi

Ferðamenn stunda ekki eingöngu sjálfsmyndatöku með kjánaprikum. Uppbygging er lykillinn ...
Ferðamenn stunda ekki eingöngu sjálfsmyndatöku með kjánaprikum. Uppbygging er lykillinn að lausninni segja ferðaþjónustuaðilar. Eggert Jóhannesson

Svo virðist sem ferðamenn hafi gengið örna sinna víðast hvar um Ísland. Þingvellir, kirkjugarðar og Gullfoss virðast vera nýjustu eða í hið minnsta umtöluðustu staðirnir, en einnig hafa borist fregnir af ferðamönnum sem hafast að næturlangt við skóla og á bílastæðum. Í gær fréttist svo af ferðamanni sem kveikti í sinu í Borgarfirði eftir að hafa lagt eld að klósettpappír sem hann hafði þrifið sig með eftir að hafa gengið örna sinna.

Ástdís Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri Gullfoss Kaffi, sagði í samtali við mbl.is að Ísland hefði verið markaðssett þannig að það þurfi ekki að borga fyrir neitt hérna. Ennfremur hefur Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, bent á að víðsvegar á netinu sé að finna umfjallanir um Ísland sem hvetja til þess að fólk leggi bílum sínum og hafist við næturlangt hvar sem er en því fylgja væntanlega aðrar mannlegar þarfir. Meðal þess sem segir á einni síðunni er: „Í lok ferðarinnar leið mér eins og ég hefði átt í miklum samskiptum við náttúruna í þeim skilningi (hvernig orða ég þetta varlega?) Ég pissaði í hvert einasta skúmaskot Íslands.“

Þurfum að skilja að Róm verður ekki byggð á einum degi

„Á undanförnum árum hefur ferðaþjónustan vaxið mjög ört og slíkum snöggum vexti fylgja, held ég, alltaf ákveðnir vaxtarverkir og áskoranir. Þegar vöxturinn er mjög ör, þá gefst kannski ekki tími til að bregðast við alltaf og ævinlega á þeim hraða sem þyrfti.“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og bætir við að halda þurfi áfram á þeirri braut að horfa til langs tíma og vera ekki föst í viðbragðsstöðu heldur setja langtímamarkmið og áætlanir. „Fjárveitingar þurfa að vera ákveðnar með raunsæjum hætti en um leið þurfum við að gera okkur grein fyrir því að Róm verður ekki byggð á einum degi.“ segir Ólöf. Hún segist ekki geta sagt til um hversu mikið fé þurfi að leggja í innviði til þess að standast álag á ferðamannastaði en það séu umtalsverðar fjárfestingar sem þurfi að ráðast í. Jafnframt að hið opinbera þurfi að einbeita sér að ferðaþjónustunni og koma með öflugum hætti að verkefnum sem snúa að henni.

Barnið vex en brókin ekki

„Það er ólíðandi að ferðamenn nýti sér ekki þá aðstöðu sem þó er fyrir hendi,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar en hann segir að þó að fjárveiting til uppbyggingar á ferðamannastöðum sem kom til nú í maí, hafi verið jákvætt fyrsta skref, þá sé verk að vinna og betur megi ef duga skal.

Skapti Örn segir að fjölgun ferðamanna í ár hafi verið enn meiri en búist var við og ljóst sé að stóraukið fé þurfi í uppbyggingu innviða. „Barnið vex en brókin ekki, ferðamönnum er að fjölga um 30% á þessu ári en undanfarin ár hefur aukningin verið um og yfir 20%. Aðrar ferðaþjónustuþjóðir horfa fram á 4-5% fjölgun á ári,“ segir Skapti Örn. Hann tekur ekki undir orð Ástdísar um að markaðssetning hafi verið með þeim hætti að hér geti ferðamenn gert eins og þeim sýnist án þess að borga krónu fyrir. Það sé ekki verið að markaðssetja Ísland á þann hátt. Hins vegar sé þjóðin ung ferðaþjónustuþjóð og verið sé að takast á við þær áskoranir sem fylgi eins örri fjölgun ferðamanna á litlum tíma.

Ekki fyrir hvern sem er

„Það er á einhverjum misskilningi byggt að Ísland sé markaðssett ókeypis og við könnumst ekki við það,“ segir Inga Hlín, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Hún segir að Íslandsstofa vinni náið með íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum að markaðssetningu erlendis og unnar hafi verið grunnstoðir í markaðssetningu með um 400 ferðaþjónustuaðilum. Undanfarin ár hafi sjónum sérstaklega verið beint að Íslandi yfir vetrartímann. Markhópurinn sem sóst er eftir í umræddum grunnstoðum er ekki hver sem er, heldur fólk á aldrinum 20-65 ára sem er með tekjur og menntun yfir meðallagi og hefur áhuga á því að ferðast sjálfstætt, að sögn Ingu Hlínar.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nóttum á hótelum fjölgaði um 6%

10:21 Gistinætur á hótelum í júní voru 392.900 sem er 6% aukning miðað við júní 2016. Um 55% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu eða 217.800, sem er 3% aukning miðað við júní 2016. Gistinætur á Suðurnesjum voru 25.800, sem er 55% aukning frá fyrra ári en einnig var 11% aukning á Suðurlandi. Meira »

„Það stoppar ekki síminn hjá okkur“

10:06 „Það stoppar ekki síminn hjá okkur,“ segir sölu- og markaðsstjóri Fenris og Elnet-tækni ehf. í kjölfar þess að lokað hefur verið fyrir örbylgjusjónvarpsútsendingar. „Við höfum haft nóg að gera.“ Meira »

Meðalaldur kennara hækkar

09:35 Meðalaldur starfsfólks við kennslu í grunnskólum hefur farið hækkandi frá árinu 2000. Haustið 2000 var meðalaldur starfsfólks við kennslu 42,2 ár en var 46,8 ár haustið 2016. Á þessu tímabili hefur meðalaldur kvenkennara hækkað meira eða úr 41,8 árum í 46,9 ár. Meira »

Gætu tafist á leið út á flugvöll

09:22 Þeir sem eiga leið til Keflavíkur til og frá flugvellinum í kvöld og aðfaranótt laugardags 29. júlí gætu tafist vegna malbikunarframkvæmda við Rósaselshringtorg í Keflavík. Hringtorginu verður lokað í tveimur áföngum og verður umferðarstýring til og frá flugvelli á meðan framkvæmd stendur yfir. Meira »

Björguðu manni af jökli

08:36 Björgunarsveitir fundu manninn, um klukkan fjögur í nótt, sem ætlaði að gista nóttina í tjaldi á Síðujökli en lenti í vandræðum vegna veðurs. Maðurinn hafði samband við björgunarsveitir um miðnætti í gær og náði að senda út neyðarboð með neyðarsendi og því var staðsetning hans þekkt. Meira »

Nokkrir metrar upp á topp

08:21 John Snorri Sigurjónsson er kominn í 8.535 metra hæð á fjallinu K2 sem er 8.611 metra hátt sem þýðir að hann á um 76 metra eftir upp á topp samkvæmt nýjustu GPS-mælingum sem voru kl. 8:12. Meira »

Ágætar horfur með kartöfluuppskeru

07:57 „Horfur með kartöfluuppskeru í haust eru alveg ágætar,“ segir Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli í Grýtubakkahreppi í Eyjafirði, en hann er formaður Landssambands kartöflubænda. Meira »

Fjöldi landsela undir markmiði

08:18 Árleg vísindatalning útsela úr lofti fer fram í haust. Talning landsela úr lofti fór fram 2016 og var niðurstaða talningarinnar ekki góð. Meira »

Göngufólkið er fundið

07:41 Fólkið sem varð viðskila við gönguhóp sinn í Lónsöræfum er fundið. Fólkið hafði náð að komast af sjálfsdáðum í skálann Egilssel og amar ekkert að því. Björgunarsveitir áttu erfitt með að komast í samband við skálann því bilun er í fjarskiptabúnaðinum þar. Meira »

Blæðingar á fleiri stöðum

07:40 „Þetta er að gerast ár eftir ár þegar svona hlýtt er,“ segir Birkir Fanndal, íbúi í Mývatnssveit, um blæðingar í malbiki á svæðinu. Hann segir virðast sem efni sem notuð eru í vegina þoli ekki hita og komi upp í gegnum malbikið og geti fest við hjólbarða bifreiða. Meira »

Sextug Hallgrímskirkja liggur undir skemmdum

07:37 Sextíu ára afmæli Hallgrímskirkju í Saurbæ er fagnað í ár en kirkjan var vígð 28. júlí árið 1957. Kirkjan er ein af höfuðkirkjum Íslands og byggð til minningar um sálmaskáldið séra Hallgrím Pétursson. Meira »

Skjálfti að stærð 3,2

07:35 Verulega hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni við Fagradalsfjall á Reykjanesskaganum sem hófst að morgni 26. júlí. Stærsti skjálftinn síðan á miðnætti mældist 3,2 að stærð kl. 05:56. Frá byrjun hrinunnar hafa mælst yfir 600 skjálftar. Meira »

Erill vegna ökumanna undir áhrifum

07:30 Talverður erill var hjá lögreglunni í nótt vegna ökumanna sem voru undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Alls hafði lögreglan afskipti af fimm ökumönnum í slíku ástandi og þurfti að svipta einn ökumann ökuréttindum sínum. Þeir voru allir færðir til blóðtöku en var sleppt að því loknu. Meira »

Þyrlan leitar fólks við Vatnajökul

06:28 Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, var kölluð út í morgun rétt fyrir klukkan sex í leit að þremur göngumönnum sem urðu viðskila við gönguhóp sinn í Lónsöræfum austan við Vatnajökul. Mikil þoka er á svæðinu sem gerir leit erfiða en þyrlan er með GSM-miðunarbúnað um borð. Meira »

Ekki tekist að einfalda regluverkið

05:30 „Við getum öll verið sammála um að lög og reglugerðir sem heilbrigðiseftirlitið á að framfylgja, og svo rekstraraðilar og almenningur að fara eftir, geta verið íþyngjandi og því miður hefur ekki tekist að einfalda regluverk í raun eins og vonir stóðu til.“ Meira »

Brotist inn í heilsugæslu

06:48 Brotist var inn í heilsugæslu í Austurbænum í nótt en ekki er vitað hvað var tekið. Lögreglunni barst tilkynning um innbrotið rétt fyrir miðnætti í gær og tveimur klukkutímum síðar eða kl. 02:16 var karlmaður sem grunaður er um innbrotið handtekinn. Meira »

Á toppinn um sjöleytið

06:06 Eftir um það bil eina klukkustund nær John Snorri Sigurjónsson á topp K2 fyrstur Íslendinga ef allt gengur samkvæmt áætlun. Hann lagði af stað í gær um klukkan 17 að íslenskum tíma. Fjallið er eitt það erfiðasta og hættulegasta í heimi. Meira »

Segir menn óttast hefndaraðgerðir

05:30 Jón Sigurðsson, formaður Meistarafélags húsasmiða, segir marga iðnaðarmenn hafa haft samband við sig í kjölfar viðtals í Morgunblaðinu í gær. Meira »
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Borðstofuborð
Til sölu borðstofuborð. 180cm x100 með 2x 55 cm stækkunum. Verðhugmynd 50.000 ...
Sumarhús í Biskupstungum, Velkomin...
Eigum laust 30.- 04. ág. - Leiksvæði og fallegt umhverfi. Stutt að Geysi, Gullfo...
Eimskip - 100 ára saga félagsins
Ónotað eintak á 5000 kr. Bókin var gefin út í tilefni af aldarafmæli Eimskipafél...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...