Pissa í hvert skúmaskot á Íslandi

Ferðamenn stunda ekki eingöngu sjálfsmyndatöku með kjánaprikum. Uppbygging er lykillinn ...
Ferðamenn stunda ekki eingöngu sjálfsmyndatöku með kjánaprikum. Uppbygging er lykillinn að lausninni segja ferðaþjónustuaðilar. Eggert Jóhannesson

Svo virðist sem ferðamenn hafi gengið örna sinna víðast hvar um Ísland. Þingvellir, kirkjugarðar og Gullfoss virðast vera nýjustu eða í hið minnsta umtöluðustu staðirnir, en einnig hafa borist fregnir af ferðamönnum sem hafast að næturlangt við skóla og á bílastæðum. Í gær fréttist svo af ferðamanni sem kveikti í sinu í Borgarfirði eftir að hafa lagt eld að klósettpappír sem hann hafði þrifið sig með eftir að hafa gengið örna sinna.

Ástdís Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri Gullfoss Kaffi, sagði í samtali við mbl.is að Ísland hefði verið markaðssett þannig að það þurfi ekki að borga fyrir neitt hérna. Ennfremur hefur Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, bent á að víðsvegar á netinu sé að finna umfjallanir um Ísland sem hvetja til þess að fólk leggi bílum sínum og hafist við næturlangt hvar sem er en því fylgja væntanlega aðrar mannlegar þarfir. Meðal þess sem segir á einni síðunni er: „Í lok ferðarinnar leið mér eins og ég hefði átt í miklum samskiptum við náttúruna í þeim skilningi (hvernig orða ég þetta varlega?) Ég pissaði í hvert einasta skúmaskot Íslands.“

Þurfum að skilja að Róm verður ekki byggð á einum degi

„Á undanförnum árum hefur ferðaþjónustan vaxið mjög ört og slíkum snöggum vexti fylgja, held ég, alltaf ákveðnir vaxtarverkir og áskoranir. Þegar vöxturinn er mjög ör, þá gefst kannski ekki tími til að bregðast við alltaf og ævinlega á þeim hraða sem þyrfti.“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og bætir við að halda þurfi áfram á þeirri braut að horfa til langs tíma og vera ekki föst í viðbragðsstöðu heldur setja langtímamarkmið og áætlanir. „Fjárveitingar þurfa að vera ákveðnar með raunsæjum hætti en um leið þurfum við að gera okkur grein fyrir því að Róm verður ekki byggð á einum degi.“ segir Ólöf. Hún segist ekki geta sagt til um hversu mikið fé þurfi að leggja í innviði til þess að standast álag á ferðamannastaði en það séu umtalsverðar fjárfestingar sem þurfi að ráðast í. Jafnframt að hið opinbera þurfi að einbeita sér að ferðaþjónustunni og koma með öflugum hætti að verkefnum sem snúa að henni.

Barnið vex en brókin ekki

„Það er ólíðandi að ferðamenn nýti sér ekki þá aðstöðu sem þó er fyrir hendi,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar en hann segir að þó að fjárveiting til uppbyggingar á ferðamannastöðum sem kom til nú í maí, hafi verið jákvætt fyrsta skref, þá sé verk að vinna og betur megi ef duga skal.

Skapti Örn segir að fjölgun ferðamanna í ár hafi verið enn meiri en búist var við og ljóst sé að stóraukið fé þurfi í uppbyggingu innviða. „Barnið vex en brókin ekki, ferðamönnum er að fjölga um 30% á þessu ári en undanfarin ár hefur aukningin verið um og yfir 20%. Aðrar ferðaþjónustuþjóðir horfa fram á 4-5% fjölgun á ári,“ segir Skapti Örn. Hann tekur ekki undir orð Ástdísar um að markaðssetning hafi verið með þeim hætti að hér geti ferðamenn gert eins og þeim sýnist án þess að borga krónu fyrir. Það sé ekki verið að markaðssetja Ísland á þann hátt. Hins vegar sé þjóðin ung ferðaþjónustuþjóð og verið sé að takast á við þær áskoranir sem fylgi eins örri fjölgun ferðamanna á litlum tíma.

Ekki fyrir hvern sem er

„Það er á einhverjum misskilningi byggt að Ísland sé markaðssett ókeypis og við könnumst ekki við það,“ segir Inga Hlín, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Hún segir að Íslandsstofa vinni náið með íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum að markaðssetningu erlendis og unnar hafi verið grunnstoðir í markaðssetningu með um 400 ferðaþjónustuaðilum. Undanfarin ár hafi sjónum sérstaklega verið beint að Íslandi yfir vetrartímann. Markhópurinn sem sóst er eftir í umræddum grunnstoðum er ekki hver sem er, heldur fólk á aldrinum 20-65 ára sem er með tekjur og menntun yfir meðallagi og hefur áhuga á því að ferðast sjálfstætt, að sögn Ingu Hlínar.

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Ótrúlegur spuni“ í kringum kaupin

13:32 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir kaup Orkuveitunnar á höfuðstöðvum sínum mjög furðuleg og kostnaðarsöm fyrir fyrirtækið og þar af leiðandi eigendur hennar, almenning í Reykjavík og öðrum eigendasveitarfélögum. Meira »

Styttist óðum í desemberuppbótina

13:09 Nú styttist í að desemberuppbót fyrir árið 2017 verði greidd út. Í öllum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins er full desemberuppbót 86.000 kr. og skal vinnuveitandi greiða uppbótina eigi síðar en 15. desember. Meira »

Reiðubúnir að rýma þurfi þess

12:40 Neyðarrýmingaráætlun vegna Öræfajökulssvæðisins, sem hægt verður að grípa til ef á þarf að halda, er tilbúin en eftir er að kynna það fyrir viðbragðsaðilum. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum, í samtali við mbl.is. Meira »

Deilan send til sáttasemjara á ný

12:26 Dómur Félagsdóms frá því í gær, um að verkfallsboðun Flugfreyjufélags Íslands á hendur lettneska flugfélaginu Primera Air Nordic hafi verið ólögmæt, felur aðeins í sér tímabundna töf á vinnudeilunni. Meira »

Búið að loka Víkurskarði vegna veðurs

12:20 Vegagerðin hefur lokað veginum um Víkurskarð vegna stórhríðar, en áður hafði verið tilkynnt að vegum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi væri lokað af sömu ástæðum. Þá var Siglufjarðarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð einnig lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Meira »

Kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu

11:40 Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina.  Meira »

76 verkefni valin í íbúakosningum

11:14 Nú hefur verið kosið í verkefninu Hverfið mitt í Reykjavíkurborg. Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og alls voru 450 milljónir til ráðstöfunar og fara þessar 450 milljónir í 76 verkefni á næsta ári. Meira »

Á sjúkrahús eftir hálkuslys við Geysi

11:25 Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa dottið í hálku við Geysi í Haukadal í gær. Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á svæðinu, segir að sem betur fer sé það ekki daglegt brauð að sjúkrabílar komi og nái í slasaða ferðamenn. Meira »

Fylgjast áfram náið með svæðinu

10:35 Staðan er meira eða minna óbreytt við Öræfajökul frá því í gær samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands miðað við þau gögn sem liggja fyrir. Þannig voru engir jarðskjálftar í nótt á svæðinu. Þetta segir Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Meira »

Fleiri vegir orðnir ófærir

10:34 Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar og snjóflóða. Búið er að opna veginn um Holtavörðuheiði.  Meira »

Stíf fundahöld í allan dag

10:23 Formenn flokkanna þriggja sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum munu halda áfram fundahöldum sínum í dag en formennirnir eru ekki á fundi sem stendur. Meira »

Þrír klukkutímar í engu skyggni

09:22 Björgunarsveitin Húni var um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga upp á Holtavörðuheiði til að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína í ófærðinni. „Þetta var mjög seinfarið,” segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Skildu sjö flutningabíla eftir

08:35 Aðgerðum björgunarsveita vegna ófærðar á Holtavörðuheiði er lokið. Fimm bílar voru sendir frá björgunarsveitunum Oki, Brák og frá Akranesi með um tíu björgunarsveitarmönnum. Sjö flutningabílar voru skildir eftir á heiðinni en nokkrir fólksbílar losaðir. Meira »

Áfram vont veður víða

07:59 Veðrið á Holtavörðuheiði og þar í grennd mun ekki ganga niður fyrr en eftir um 1-2 tíma, sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur Veðurstofunnar, í samtali við mbl.is rétt fyrir klukkan 8 í morgun. Meira »

Óhætt að tína krækling í fjöru

07:37 Fólki er nú óhætt að halda niður í fjöru í þeim tilgangi að tína þar krækling sér til matar, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Meira »

Telur Ara fróða höfundinn

08:18 „Ég hugsa að þetta verði kannski viðurkennt einhvern tímann en það verður sennilega eftir minn dag,“ segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur. Meira »

Skattahækkanir bætast við

07:57 Útsöluverð á bensínlítra mun hækka í 214,3 krónur um áramótin og verð á dísillítra í 218,85 krónur ef fyrirhugaðar skattahækkanir verða að veruleika. Meira »

Eiga ekki fyrir útborgun

07:35 Fjárhagsstaða leigjenda hefur batnað sl. 2 ár en samt hafa þeir ekki efni á að kaupa íbúð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir leigumarkaðinn óheilbrigðan þegar fólk ver að meðaltali 42% ráðstöfunartekna í leigu. „Húsnæði er mannréttindi en ekki hefðbundin markaðsvara,“ segir hann. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Til leigu vel búnin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvalla...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...