„Við mælum alls ekki með þessu“

Flutningabíllinn keyrði harkalega á stálbita við suðurmuna Hvalfjarðarganga.
Flutningabíllinn keyrði harkalega á stálbita við suðurmuna Hvalfjarðarganga. Skjáskot af Youtube

„Það er ekkert leyndarmál að þetta var bíll frá okkur og þetta eru mannleg mistök,“ segir Magnús Guðmundsson, hjá flutningafyrirtækinu Einari og Tryggva ehf, við mbl.is. 

Myndskeið sem sýnir flutningabíl á vegum fyrirtækisins keyra harkalega á 600 kg þungan stálbita við suðurmuna Hvalfjarðarganga þann 16. júlí hefur vakið mikla athygli í dag. Sérstaklega þykir furðu sæta að bíllinn hafi komist undir hæðarslána við norðurmunna ganganna og sagði framkvæmdastjóri Spalar í samtali við mbl.is að líklegasta skýringin væri sú að bílstjórinn hefði lækkað bílinn til að komast undir slána, hækkað hann aftur og svo gleymt að lækka hann á leiðinni út.

Magnús útskýrir að bílarnir séu á loftpúðafjöðrum. „Þeir hleypa loftinu úr púðunum til að lækka sig og loftinu er dælt aftur í til að hækka aftur. Það tekur ekki langan tíma.“ Magnús endurtekur að í þessu tilviki hafi verið um mannleg mistök að ræða. „Við mælum alls ekki með þessu og erum auðvitað hundfúlir.“

Forsvarsmenn Spalar segja ólöglegt að hækka bíl inni í göngunum hafi hann verið lækkaður til að komast inn. Magnús segist ekki ætla að svara fyrir aðfarir bílstjórans en kveðst telja að bílstjórar fyrirtækisins fari rétt að þegar þeir eru á ferðinni. 

„Hann átti ekkert að þurfa að lækka þarna. Ef hann hefur verið meðvitaður um að hann væri of hár þá hefði hann átt að fara aðra leið.“

Framkvæmdastjóri Spalar segir hæðatakmarkanirnar hvorum megin í göngunum jafn háar en Magnús vísar því á bug.

 „Það er ekki jafn hátt. Ég hef heyrt að bílar sleppi öðru megin en ekki hinum megin.“

Magnús segist ekki geta svarað fyrir það hvort bílstjórar séu meðvitað að brjóta reglur í göngunum og var ekki tilbúinn að svara spurningum blaðamanns um hvort fyrirtækið hyggðist grípa til sérstakra aðgerða vegna málsins. 

„Maðurinn er ábyrgur fyrir því sem hann gerir. Þetta er maður sem er búinn að fara mörg hundruð sinnum í gegn en svo gerist þetta einu sinni. Hvað varðar þessi tæknilegu atriði, þá veit ég ekkert hvað menn gera. Ég sit ekki í bílunum hjá þeim.“

Fréttir mbl.is

Lækka sig til að komast inn í göngin

Lá við stórslysi í Hvalfjarðargöngum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn

17:17 Kertasníkir er vinsælasti jólasveinninn þriðja árið í röð en þetta kemur fram í könnun MMR um vinsældir íslensku jólasveinanna. Stúfur og Hurðaskellir koma næstir á eftir Kertasníki. Meira »

Lögðu hald á amfetamínbasa og MDMA

16:48 Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um innflutning og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Mennirnir eru allir pólskir ríkisborgarar. Þá voru þrír menn handteknir í Hollandi. Meira »

Fylkir fær gervigras og Reykjavíkurborg lóðir

16:46 Í dag var gengið frá samkomulagi um uppbyggingu á aðalvelli Fylkis við Fylkisveg í Árbæ. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Gíslason formaður Fylkis undirrituðu samkomulagið. Meira »

Kæru á hendur MAST vísað frá

16:29 Nýlega vísaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frá kæru á hendur Matvælastofnun. Ástæðan var sú að meira en þrír mánuðir voru liðnir frá ákvörðun stofnunarinnar og því of seint fyrir kærendur að reyna að fá ákvörðuninni hnekkt hjá æðra stjórnvaldi. Meira »

Fundur flugvirkja og SA hafinn

16:12 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst núna klukkan fjögur hjá ríkissáttasemjara.   Meira »

Teygði anga sína til Íslands

16:10 Fimm einstaklingar voru handteknir hér á landi 12. desember í tengslum við viðamikla alþjóðlega rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði sig til Íslands. Þar af voru þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ætluð brot snúa að innflutningi og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Meira »

Erfitt ástand og snertir marga illa

15:49 Flestir þeirra sem voru strandaglópar hér á landi í gær komust í flug í dag að sögn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Vandinn er þó ekkert leystur með því, af því að á meðan að ekki er verið að fljúga nema lítinn hluta af venjulegri áætlun þá eru fjölmargir sem eru í vandræðum.“ Meira »

Álag á bráðadeild vegna hálkuslysa

16:00 Mikið álag hefur verið á starfsfólki bráðadeilda Landspítalans undanfarna daga vegna hálku. Fljúgandi hálka er einnig á Akureyri en þar er ástandið engu að síður betra. Tveir voru þó fluttir á slysadeildina á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Meira »

Píratar vilja enn borgaralaun

15:28 Píratar hafa lagt fram þingsályktun um um skilyrðislausa grunnframfærslu, öðru nafni borgaralaun. Fyrsti flutningsmaður er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, en aðrir þingmenn flokksins eru meðflutningsmenn. Meira »

Fólki fjölgar í röðinni

15:05 Fólki fer nú fjölgandi í röðinni við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugfelli. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Söluskrifstofan opnaði klukkan 05:30 í morgun og þá hafi um 100-150 manns verið í röð. Meira »

Fjárlagavinnan gengur vel

14:44 „Þetta er allt á áætlun. Við erum bara í gestakomum og verður langt fram á kvöld í því og á morgun og stefnum á að fara inn í þingið aftur samkvæmt starfsáætlun 22. desember. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það held ég.“ Meira »

Viðamikil alþjóðleg lögregluaðgerð

14:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar í kl. 16 í dag, en tilefnið er viðamikil, alþjóðleg lögregluaðgerð. Meira »

Flugferðum ekki fjölgað hjá WOW air

14:26 WOW air ætlar ekki að fjölga flugferðum hjá sér vegna verkfalls flugvirkja hjá Icelandair.  Meira »

Flugvirkjar funda klukkan fjögur

14:21 Nýr fundur í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hefur verið boðaður klukkan 16 í dag. Meira »

Telur Icelandair stóla á lagasetningu

13:10 „Þetta lyktar svolítið af því að þeir séu farnir að stóla á lagasetningu,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, um Icelandair. Meira »

Dæmt til að greiða 52 milljónir

14:24 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Vaðlaheiðargöng hf. til þess að greiða verktakafyrrtækinu Ósafli tæplega 52 milljónir króna í deilu um það hvor aðili eigi að njóta lækkunar virðisaukaskatts í byrjun árs 2015. Meira »

Atvinnuflugmenn styðja flugvirkja

13:14 Félag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, hefur lýst yfir stuðningi við Flugvirkjafélag Íslands í kjaradeilu þess við Icelandair. Meira »

Röðin minnkað frá því í morgun

12:39 Röðin fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur minnkað mikið frá því snemma í morgun. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
 
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...