Horaðir og svangir í Öskjuhlíð

Ásrún Magnúsdóttir bjargaði þremur kettlingum sem hún fann illa haldna á vappi í Öskjuhlíð á dögunum. Ásrún segir þá bera þess merki að hafa áður verið í mannabústað og telur því allar líkur á að fyrri eigendur hafi skilið þá þar eftir.

Kettlingarnir voru horaðir og svangir þegar hún tók þá undir sinn verndarvæng og telur hún að þeir hefðu ekki lifað af marga daga í kuldanum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert