Þrumur og haglél í Biskupstungum

Haglél í Biskupstungum.
Haglél í Biskupstungum. Ljósmynd/Ólafur Stefánsson

Gríðarlegt haglél í nokkrar mínútur, síðan hellirigning strax á eftir. Þannig lýsti Ólafur Stefánsson veðrinu í Biskupstungum nú rétt fyrir klukkan sex í kvöld.

Hann segir að skömmu áður en haglélið gerði hafi hann heyrt í tveimur öflugum þrumum með um tíu mínútna millibili.

Þá barst ábending um að rafmagnslaust væri í Brekkuskógi í Bláskógabyggð eftir þrumur og eldingar. Rafmagnið komst þó fljótlega á aftur.

Haglél í Biskupstungum.
Haglél í Biskupstungum. Ljósmynd/Ólafur Stefánsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert