Búin að kortleggja staði þar sem mál hafa komið upp

Í Herjólfsdal.
Í Herjólfsdal. mbl.is/Jakob Fannar

„Við erum búin að bæta við eftirlitsmyndavélum og lýsingu á undanförnum árum, það ferli heldur áfram núna í ár,“ segir Dóra Björg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV, sem auk þess á sæti í Þjóðhátíðarnefnd.

Húkkaraballið hefst á morgun og að sögn Dóru er verið að leggja lokahönd á skipulagningu hátíðarinnar. Öryggismyndavélar voru fyrst settar upp fyrir þremur árum og hafa þær gefið góða raun. Í ár verða 13 myndavélar í Herjólfsdal en 11 myndavélar voru settar upp í fyrsta skipti árið 2012.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Dóra að forvarnarstarf gegn nauðgunum hafi skilað góðum árangri og í fyrra kom ekki fram nein kæra að lokinni hátíðinni svo vitað sé. Að sjálfsögðu vilji forsvarsmenn hátíðarinnar sem og aðrir endurtaka þann árangur. Samhliða því sem lýsing verður bætt mun forvarnarhópur ÍBV, Bleiki fíllinn, vera á svæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert