Tíminn til samþykktar nauðasamninga knappur

Flókið ferli er framundan áður en af nauðasamningum getur orðið.
Flókið ferli er framundan áður en af nauðasamningum getur orðið. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Slitabú föllnu viðskiptabankanna bíða nú viðbragða Seðlabankans vegna undanþágubeiðna frá gjaldeyrishöftum sem verða munu veigamikill hluti af nauðasamningum búanna.

Þegar drög að nauðasamningum liggja fyrir er Seðlabankanum, á grundvelli nýrra lagabreytinga, ætlað að leggja mat á hvort samningarnir ógni stöðugleika í íslensku efnahagslífi.

Verður þeim dómurum sem fá samningana að lokum í hendur óheimilt að staðfesta þá ef umsögn Seðlabankans felur í sér þá niðurstöðu að samningarnir ógni stöðugleika, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert