Synti yfir Ermarsund

Sigrún á sundi í dag.
Sigrún á sundi í dag. Af Facebook

Sigrún Þuríður Geirs­dótt­ir varð í kvöld fyrsta íslenska konan til að synda ein yfir Ermarsund. Sundið tók 23 klukkustundir og 30 mínútur, að því er kemur fram á Facebook-síðu Sigrúnar.

Sigrún lagði af stað frá Dover á suðurströnd Englands um miðnættið í gær að íslenskum tíma  og kom að landi á Gris Nez-höfða í Frakklandi á tólfta tímanum í kvöld.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigrún tekst á við Erm­ar­sundið. Þannig synti hún á síðasta ári boðsund yfir sundið ásamt Helgu Sig­urðardótt­ur, Cor­inna Hoff­mann, Hörpu Hrund Berndsen og Sæ­dísi Rán Sveins­dótt­ur og árið 2013 með Sæk­ún­um

Sigrún Þuríður Geirsdóttir
Sigrún Þuríður Geirsdóttir Af Facebook
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert