Tjöldin víkja fyrir timburtjöldum

Timburtjald í Fossatúni.
Timburtjald í Fossatúni.

„Viðtökurnar hafa verið með ólíkindum góðar. Ekki síst vegna þess að verðið er svo hagstætt,“ segir Steinar Berg Ísleifsson, ferðaþjónustubóndi í Fossatúni í Borgarfirði, um timburtjöldin sem hafa komið í stað tjaldstæðisins sem áður var á svæðinu.

„Við köllum þetta Podda, út frá orðinu Camping pods, en margir kalla þetta hobbitahús því þeim finnst þetta hobbitalegt,“ segir hann.

Tjaldstæðinu hefur verið lokað en Steinar hafði byggt það upp og rekið í tíu ár. „Það gekk ágætlega en við ákváðum að staldra við eftir síðasta sumar og rýna í framtíðina,“ segir Steinar um rekstur tjaldstæðisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert