Var í sömu fötunum í þrjá mánuði

Júlíanna Ósk Hafberg gekk í sömu fötunum í þrjá mánuði.
Júlíanna Ósk Hafberg gekk í sömu fötunum í þrjá mánuði. ljósmynd/Úr einkasafni

„Það sem byrjaði sem mánaðarlangt verkefni varð fljótlega að þremur mánuðum.“ Svona hefst bloggfærsla sem Júlíanna Ósk Hafberg, fatahönnunarnemi, birti í dag en þar segir hún frá reynslu sinni af því að ganga í sömu fötunum í þrjá mánuði.

Mbl.is ræddi við Júlíönnu í maí sl. en þá ætlaði hún sér að gera tilraun til að ganga í sömu fötunum í mánuð. Þegar mánuðurinn var liðinn langaði henni þó að halda áfram, og skyndilega voru mánuðirnir orðnir þrír.

„Og þessum 12 vikum lauk fyrir þremur vikum síðan. Ekki því mig langaði til þess, heldur því ég neyddist til þess,“ skrifar Júlíanna.

Bætti ekki við skartgripum, naglalakki eða háum hælum

Hug­mynd­in kviknaði hjá Júlí­önnu eft­ir að hún fór að fylgj­ast með fólki sem lif­ir svo­kölluðum ómenguðum lífstíl (e. zero waste li­festyle). Fólk sem lif­ir eft­ir því hend­ir engu og kaup­ir ekk­ert í umbúðum. Er það yf­ir­leitt ekki með rusl á heim­il­inu, og reyn­ir þannig að sporna gegn rusl­meng­un í heim­in­um. Í því samhengi bætir hún á þá staðreynd að jarðarbúar séu búnir með auðlindir jarðarinnar í ár.

Eft­ir að hafa lesið grein um konu í Banda­ríkj­un­um sem klædd­ist alltaf sömu föt­un­um í vinn­unni, vegna pressu um fag­leg­an klæðaburð á vinnustað, ákvað Júlí­anna að fara sína eig­in leið. „Hugs­un­in er sú að kaupa minna og nota það meira, því það er virki­lega orðið of mikið af öllu í heim­in­um,“ sagði Júlíanna í viðtalinu.

Fatnaðurinn samanstóð af buxum, skyrtu, peysu, jakka og skóm - og átti Júlíanna tvö sett af buxum og peysum til skiptanna. Fötin þvoði hún í höndunum þess á milli, en var alltaf í sömu flíkunum.

Júlíanna gekk í sömu fötunum daginn út og inn í 12 vikur samfleytt, eða 84 daga. Á þeim tíma segist hún hafa þurft að gera smávægilegar breytingar, til að mynda þegar hún var í Berlín og hitinn fór yfir 30 gráður og þegar hún var á Íslandi og hiti fór niður í 5 gráður. Í Berlín gekk hún í stuttbuxum sem hún hafði búið til úr gömlum gallabuxum og á Íslandi bætti hún á sig útifötum. Fyrir utan það var hún í nákvæmlega sömu flíkunum alla daga. Hún bætti ekki við skartgripum, naglalakki eða háum hælum, heldur gekk aðeins í sömu sex flíkunum.

Bæði pörin af buxum rifnuðu

Fyrir þremur vikum ákvað hún þó að hætta þar sem buxurnar voru orðnar rifnar í klofinu vegna núnings. Hún segist þó ekki hafa getað hugsað sér að byrja að ganga í venjulegum fötum aftur.

Júlíanna gekk nákvæmlega jafn mikið í báðum buxunum sem hún átti til skiptanna, sem eru því sex vikur fyrir hvort par. Á aðeins 42 dögum voru báðar buxurnar rifnar, þrátt fyrir að hún hafi þvegið þær í höndunum. „Þetta eru gæðin sem við fáum úr ódýrum fötum,“ skrifar hún, en segir skyrturnar þó hafa komið heilar út úr tilrauninni, sem og skórnir, jakkinn og peysan.

Þrátt fyrir að hafa lokið tilrauninni fyrir þremur vikum síðan hefur Júlíanna enn ekki byrjað að ganga í sínum hversdagslegu fötum. „Ég er búin að vera á Spáni og í Noregi með fjölskyldu minni og hef bara gengið í skyrtunni og stuttbuxunum þegar ég er ekki í bikiníi, æfingarfötum eða náttfötum,“ skrifar hún.

Ætlar að lifa eftir þessum lífsstíl alla daga

Þá segist hún nú vera að ákveða hvernig hún ætli sér halda áfram með verkefnið þegar hún kemur til Íslands í haust, en hún sé ákveðin í því að lifa eftir þessum lífsstíl alla daga. Hún segir það þó erfiðara en hún hélt að ákveða í hverju hún ætli að ganga og hvernig, þar sem föt sem endist geti verið erfitt að finna. 

<br/><br/>

Júlíanna er enn á því að verkefnið hafi breytt hugsanahætti hennar til frambúðar. „Maður er svo mikið að hafa áhyggj­ur af þessu þegar maður er að fara eitt­hvert en þetta er bara að angra mann sjálf­an og hef­ur ekki áhrif á neinn ann­an. Maður er bara sjálf­ur að gera sér þetta og það eru all­ir með sömu hugs­an­ir um sjálfa sig,“ sagði hún. 

<span>„Maður þarf ekki að eiga allt. Maður þarf ekki að eiga þrjá­tíu varaliti, fimmtán nagla­lökk og fimm­tíu háls­men. Ég sé það svo mikið núna hvað það er frá­leitt. </span>

Þetta er svo ótrú­lega frels­andi og ég hef verið al­gjör­lega frelsuð frá þess­ari hugs­un og þarf ekki að pæla í þessu.“ 

Þá segist Júlíanna viss um að allir hefðu gott af því að prófa þetta. „Maður ger­ir sér svo mikið grein fyr­ir því hvað maður þarf og þarf ekki. Það er of­fram­leiðsla því fólk er enda­laust að kaupa og það hef­ur vond áhrif á jörðina og okk­ur þó við kjós­um að hugsa ekki um það. 

<span>Þetta mun hafa mik­il áhrif á það hvernig ég hugsa fram­veg­is.</span>

<a href="http://jhafberg.blogspot.dk/" target="_blank">Hér</a> má fylgj­ast með til­raun Júlí­önnu á bloggsíðu henn­ar og <a href="https://instagram.com/julohaf/" target="_blank">hér</a> má fylgj­ast með henni á In­sta­gram.

<strong><a href="/frettir/innlent/2015/05/14/i_somu_fotunum_i_manud_2/" target="_blank">Frétt mbl.is: Í sömu fötunum í mánuð</a></strong>

Buxurnar voru orðnar ansi rifnar eftir mánuðina þrjá.
Buxurnar voru orðnar ansi rifnar eftir mánuðina þrjá. ljósmynd/Úr einkasafni
Fataskápur Júlíönnu var einfaldur.
Fataskápur Júlíönnu var einfaldur. ljósmynd/Úr einkasafni
Júlíanna Ósk í fötunum sem hún klæddist.
Júlíanna Ósk í fötunum sem hún klæddist. ljósmynd/Úr einkasafni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert