Heimóttarlegt að halda sig vita allt best á Íslandi

Við dýpkun í Landeyjahöfn. Vestmannaeyjar í baksýn.
Við dýpkun í Landeyjahöfn. Vestmannaeyjar í baksýn.

Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður siglingasviðs Vegagerðarinnar, blæs á gagnrýni Gunnlaugs Kristjánssonar, forstjóra Björgunar, um að enginn geti uppfyllt útboðsskilyrði fyrir dýpkun í Landeyjahöfn.

Sigurður segir að þeir þrír aðilar sem skiluðu inn tilboðum um dýpkun í Landeyjahöfn hafi gert svo án þess að setja fyrirvara um verkið.

„Þetta eru verktakar sem eru með veltu upp á mörg hundruð milljarða og sérhæfa sig í dýpkun. Þeir eru vanir því að dýpka á nýjum stöðum og laga sig nýjum aðstæðum. Manni þykir dálítið heimóttarlegt að halda að við hér á landi vitum þetta allt saman svo miklu betur,“ segir Sigurður í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert