Hlupu eins og fætur toguðu

Óvenjuleg sjón mætti kylfingum við golfvöllinn Brautarholt á Kjalarnesi í dag þegar leikmenn hlupu á harðaspretti milli brauta í tveggja manna hópum. Þannig hafði íþrótt sem betur er þekkt sem fjögurra tíma ganga með einbeittum og vönduðum höggum verið breytt í eins konar brennsluæfingu undir heitinu Speed-Golf. 

Fyrirtækið GOmobile stóð fyrir mótinu, en helstu samstarfsaðilum var boðið til leiks. Markmiðið er að hlaupa níu holur á sem stystum tíma, en jafnframt á sem fæstum höggum. Þrátt fyrir æði misjafnar golfsveiflur var mikið líf í leikmönnum sem þutu um völlinn með kylfur í poka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert