Leita þriggja hestamanna

Mynd úr safni
Mynd úr safni mbl.is/Árni Sæberg

Björgunarsveitir og lögregla leita þriggja hestamanna með fimmtíu hross á svæðinu frá Arnarvatnsheiði norður í Áfanga. Sá fjórði er kominn í skálann í  Áföngum en hópurinn varð viðskila í svartaþoku í gærkvöldi. Allt eru þetta vanir hestamenn, Íslendingar og einn Austurríkismaður, að sögn lögreglunnar á Blönduósi.

Haft var samband við lögregluna á Blönduósi um miðnætti og kallaði hún fljótlega út björgunarsveitir á svæðinu sem síðan hafa leitað hópsins. Leitarskilyrði voru erfið í nótt vegna veðurs en nú er farið að birta til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert