Þurfti að ritskoða kommentin í spilið

Óli Gneisti Sóleyjarson þjóðfræðingur hefur hannað Kommentakerfið, nýtt íslenskt borðspil.
Óli Gneisti Sóleyjarson þjóðfræðingur hefur hannað Kommentakerfið, nýtt íslenskt borðspil. mbl.is/Styrmir Kári

Það var meðal annars fréttaflutningur á Útvarpi sögu sem fékk mig til að fara af stað með spilið. Það má eiginlega segja að ef ég hefði gefið spilið út fyrir 20 árum gæti það heitið Þjóðarsálin,“ segir Óli Gneisti Sóleyjarson þjóðfræðingur um Kommentakerfið, nýtt íslenskt borðspil sem hann er höfundur að. Hægt er að prufa frumgerðina af spilinu í búðunum Spilavinir og Nexus. Spilið verður fjármagnað í gegnum Karolinafund og ef markmiðið næst þá gefst almenningi kostur á að kaupa eintak fyrir jólin.

Eins og nafnið gefur til kynna þá snýst spilið um að búa til kommentakerfi eða athugasemdakerfi á netmiðli. Hver spilari fær 10 „komment“ á hendi. Í hverri umferð er einn ritstjóri sem leggur út fyrirsögn. Hinir spilararnir leggja síðan „komment“ í púkkið. Ritstjórinn velur kommentið sem honum þótti skemmtilegast í samhenginu og spilarinn sem lagði það út fær stig.

Þegar textinn er settur í nýtt samhengi þá verður útkoman hlægileg og afkáraleg, jafnvel eðlilegustu athugasemdirnar geta orðið stórfyndnar.

Raunverulegar athugasemdir

Athugasemdirnar eða kommentin eru langflest byggð á raunverulegum athugasemdum þar sem greinamerkjasetning, innsláttar- og málfarsvillur fá að halda sér.

„Fólk sleppir því oft að lesa fyrirsagnir og kemur svo með persónulega skoðun á efninu í kommentakerfin, en þar getur fólk rifist um allt,“ segir Óli Gneisti og vísar sérstaklega til þeirra sem eru einstaklega virkir í athugasemdum.

Þeir sem skoða ummæli á netmiðlum vita að þau geta oft verið vægast sagt hatursfull. Ritskoðun var því óhjákvæmileg. „Ég er ekki með þessi ógeðslegu komment, t.d. þau sem lýsa hrikalegri kvenfyrirlitningu,“ segir hann.

Óli Gneisti segir að vissulega þá hugsi þátttakendur í spilinu: „Að hugsa sér að það sé til fólk sem situr heima hjá sér og skrifar þetta.“ Hann telur þó ólíklegt að þeir sem kannast við ummæli sín muni bregðast illa við. „Þetta er góð leið til að fá fólk til að hugsa aðeins hvað það lætur út úr sér á netmiðlum og sumir hafa bara gott af því. En ég held að sumir líti á kommentin sem einhvern leik þar sem það fer í annan karakter og lætur þá allt flakka. Það eru oft hlutir sem fólk segir kannski í litlum hópi góðra vina á kaffistofunni í vinnunni sem rata þarna inn.“

Spilið getur því einnig nýst vel þegar verið er að ræða við börn og unglinga um netið og hvernig æskileg hegðun er þar inni.

Forfallinn borðspilari

Spilið er undir áhrifum borðspils sem nefnist á ensku, Card Against Humanity eða Spil á móti mannkyninu, sem ku víst vera bráðfyndið. Óli Gneisti gerði heiðarlega tilraun til að þýða spilið yfir á íslensku en spilið byggir á orðaleik og eyðufyllingu. „Ég sá að fullt af tilvísunum fóru fram hjá fólki þó það væri gott í ensku. Fljótlega sá ég að íslenskan hentar ekki vel í þetta spilform með öll sín föll og tíðir,“ segir Óli Gneisti.

Hann hófst því handa við að búa til nýtt spil sem hann byrjaði á að prenta út á heimilsprentarann.

„Það er gamall draumur að gefa út spil,“ segir hann. Kommentakerfið er ekki fyrsta hugmyndin að spili sem hann hefur fengið. „Ég hef fengið fullt af hugmyndum að spilum en margar þeirra hafa ekki verið nógu góðar en ein varð næstum því að veruleika. Hver veit nema rykið verði dustað af henni á ný.“

Söfnun fyrir verkefninu er hafin á Karolinafund. Stefnt er að því að ná að lágmarki fimm þúsund evrum, eða ríflega 700 þúsund krónum, til að standa straum að prentkostnaði. Óli Gneisti er vongóður um að ná markmiðinu.

Hægt er að styrkja verkefnið á vefsíðu Karoliafund

 og fylgjast með á facebook undir kommentakerfið.

Það var meðal annars fréttaflutningur á Útvarpi sögu sem fékk ...
Það var meðal annars fréttaflutningur á Útvarpi sögu sem fékk mig til að fara af stað með spilið. Það má eiginlega segja að ef ég hefði gefið spilið út fyrir 20 árum gæti það heitið Þjóðarsálin,“ segir Óli Gneisti Sóleyjarson þjóð- fræðingur um Kommentakerfið, nýtt íslenskt borðspil sem hann er höfundur að. mbl.is/Styrmir Kári
Spilið byggir á athugasemdum á kommentakerfum á hinum ýmsu netmiðlum. ...
Spilið byggir á athugasemdum á kommentakerfum á hinum ýmsu netmiðlum. Í spilinu eru athugasemdirnar settar í nýtt samhengi sem kitla oftar en ekki hláturtaugarnar. mbl.is/Styrmir Kári
Kommentakerfið er nýtt íslenskt borðspil eftir Óla Gneista Sóleyjarson.
Kommentakerfið er nýtt íslenskt borðspil eftir Óla Gneista Sóleyjarson. Styrmir Kári
Styrmir Kári

Bloggað um fréttina

Innlent »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »

Laxinn og hvítfiskurinn að renna saman

20:37 Stórir aðilar í laxeldi í bæði í Kanada og Noregi hafa keypt hefðbundin sjávarútvegsfyrirtæki. Þeir geta nýtt markaðsþekkingu og dreifileiðir laxins til að selja hvítfiskinn. Á sama tíma færist fisksala í auknum mæli á netið og smásalar styrkjast. Meira »

Sveinn Hjörtur segir sig úr Framsókn

20:15 Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Frá þessu sagði hann í tilkynningu sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld. Meira »

Kosið um fjögur efstu sætin

20:14 Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi boðar til auka kjördæmaþings eftir viku þar sem kosið verður um fjögur efstu sæti listans líkt og samþykkt var á síðasta kjördæmaþingi. Meira »

28 Íslendingar hlupu maraþon í Berlín

18:48 Stefán Guðmundsson kom fyrstur í mark af Íslendingunum 28 sem hlupu maraþon í Berlín í dag.   Meira »

Vill eldisreglu í fiskeldið

18:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að stofna ráðgjafahóp um eldisreglu í fiskeldi sem byggir á sömu hugmynd og aflaregla í sjávarútvegi. Fjórir ráðherrar sátu íbúafund á Ísafirði í dag. Meira »

Löngu orðin hluti af Íslandi

18:36 Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva vissi ekkert um Ísland þegar hún var spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að fara þangað sem flóttamaður. En hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um því aðstæður hennar voru ömurlegar og hún sá enga aðra leið en að fara í burtu. Hún hefur búið á Íslandi í 12 ár. Meira »

Ætlar ekki að ganga í annan flokk

18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, segist ekki ætla að ganga í annan flokk, heldur mynda breiðan hóp um að stofna nýja hreyfingu. Þetta sagði hann í sexfréttum RÚV þar sem hann var spurður hvort hann yrði með í Samvinnuflokknum. Meira »

Eftirsjá að fólki sem yfirgefur flokkinn

18:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alltaf eftirsjá af fólki sem kýs að yfirgefa flokkinn og hefur unnið honum gott brautargengi. Meira »

„Eigum fullt erindi í þessa keppni“

17:52 „Við vorum í raun að prufukeyra landsliðið ef svo má segja,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, en íslenska bakaralandsliðið tók um helgina þátt í Norðurlandakeppni í bakstri í Stokkhólmi. Meira »

Línur að skýrast hjá VG

17:36 Samþykkt var einróma tillaga stjórnar kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi í dag að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Meira »

Fundinum ætlað að „kveikja elda“

17:35 Þessum fundi er ætlað að kveikja elda, sagði Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, við upphaf íbúafundar á Ísafirði í dag. Á fundinum var lögð áhersla á þrjú mál: Raforkuöryggi, samgöngur og sjókvíaeldi en öll eru þau mikið í deiglunni þessa dagana. Meira »

Ekki verið yfirheyrður um helgina

16:10 Erlendur karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa veitt konu á fimmtugsaldri áverka á Hagamel á fimmtudagskvöld, sem leiddu til dauða hennar, hefur ekki verið yfirheyrður um helgina. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Meira »

Íslendingar í eldlínunni í Barcelona

15:49 Reykjavík er heiðursgestur á listahátíðinni La Merce sem fram fer í Barcelona nú um helgina. Hópur íslenskra listamanna er samankominn í borginni ásamt starfsmönnum menningarsviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Óskar Sigmundi velfarnaðar

16:12 „Það var niðurstaða fundarins að farið yrði í uppstillingu. Það var mikill meirihluti fundarmanna sem vildi það,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um fund kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk fyrir stundu. Meira »

Vestfirðingum gæti fjölgað um 900

15:50 Yrði 25 þúsund tonna laxeldi leyft við Ísafjarðardjúp gæti það skapað 260 ný störf á um áratug og um 150 afleidd störf til viðbótar. KPMG telur að íbúaþróun myndi snúast við og áætlar að fjölga myndi um 900 manns í sveitarfélögunum við Djúp á sama tíma og bein störf ná hámarki. Meira »

Framsókn í Norðaustur stillir upp á lista

14:39 Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi höfnuðu rétt í þessu tillögu stjórnar um að velja frambjóðendur á lista með tvöföldu kjördæmisþingi, líkt og gert verður í Norðvesturkjördæmi, að fram kemur á vef RÚV. Ákveðið var að stilla frekar upp á lista. Meira »
Lausar íbúðir ...Eyjasól ehf.
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik lausir dagar í sept/ okt. Allt til alls...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...