Þurfti að ritskoða kommentin í spilið

Óli Gneisti Sóleyjarson þjóðfræðingur hefur hannað Kommentakerfið, nýtt íslenskt borðspil.
Óli Gneisti Sóleyjarson þjóðfræðingur hefur hannað Kommentakerfið, nýtt íslenskt borðspil. mbl.is/Styrmir Kári

Það var meðal annars fréttaflutningur á Útvarpi sögu sem fékk mig til að fara af stað með spilið. Það má eiginlega segja að ef ég hefði gefið spilið út fyrir 20 árum gæti það heitið Þjóðarsálin,“ segir Óli Gneisti Sóleyjarson þjóðfræðingur um Kommentakerfið, nýtt íslenskt borðspil sem hann er höfundur að. Hægt er að prufa frumgerðina af spilinu í búðunum Spilavinir og Nexus. Spilið verður fjármagnað í gegnum Karolinafund og ef markmiðið næst þá gefst almenningi kostur á að kaupa eintak fyrir jólin.

Eins og nafnið gefur til kynna þá snýst spilið um að búa til kommentakerfi eða athugasemdakerfi á netmiðli. Hver spilari fær 10 „komment“ á hendi. Í hverri umferð er einn ritstjóri sem leggur út fyrirsögn. Hinir spilararnir leggja síðan „komment“ í púkkið. Ritstjórinn velur kommentið sem honum þótti skemmtilegast í samhenginu og spilarinn sem lagði það út fær stig.

Þegar textinn er settur í nýtt samhengi þá verður útkoman hlægileg og afkáraleg, jafnvel eðlilegustu athugasemdirnar geta orðið stórfyndnar.

Raunverulegar athugasemdir

Athugasemdirnar eða kommentin eru langflest byggð á raunverulegum athugasemdum þar sem greinamerkjasetning, innsláttar- og málfarsvillur fá að halda sér.

„Fólk sleppir því oft að lesa fyrirsagnir og kemur svo með persónulega skoðun á efninu í kommentakerfin, en þar getur fólk rifist um allt,“ segir Óli Gneisti og vísar sérstaklega til þeirra sem eru einstaklega virkir í athugasemdum.

Þeir sem skoða ummæli á netmiðlum vita að þau geta oft verið vægast sagt hatursfull. Ritskoðun var því óhjákvæmileg. „Ég er ekki með þessi ógeðslegu komment, t.d. þau sem lýsa hrikalegri kvenfyrirlitningu,“ segir hann.

Óli Gneisti segir að vissulega þá hugsi þátttakendur í spilinu: „Að hugsa sér að það sé til fólk sem situr heima hjá sér og skrifar þetta.“ Hann telur þó ólíklegt að þeir sem kannast við ummæli sín muni bregðast illa við. „Þetta er góð leið til að fá fólk til að hugsa aðeins hvað það lætur út úr sér á netmiðlum og sumir hafa bara gott af því. En ég held að sumir líti á kommentin sem einhvern leik þar sem það fer í annan karakter og lætur þá allt flakka. Það eru oft hlutir sem fólk segir kannski í litlum hópi góðra vina á kaffistofunni í vinnunni sem rata þarna inn.“

Spilið getur því einnig nýst vel þegar verið er að ræða við börn og unglinga um netið og hvernig æskileg hegðun er þar inni.

Forfallinn borðspilari

Spilið er undir áhrifum borðspils sem nefnist á ensku, Card Against Humanity eða Spil á móti mannkyninu, sem ku víst vera bráðfyndið. Óli Gneisti gerði heiðarlega tilraun til að þýða spilið yfir á íslensku en spilið byggir á orðaleik og eyðufyllingu. „Ég sá að fullt af tilvísunum fóru fram hjá fólki þó það væri gott í ensku. Fljótlega sá ég að íslenskan hentar ekki vel í þetta spilform með öll sín föll og tíðir,“ segir Óli Gneisti.

Hann hófst því handa við að búa til nýtt spil sem hann byrjaði á að prenta út á heimilsprentarann.

„Það er gamall draumur að gefa út spil,“ segir hann. Kommentakerfið er ekki fyrsta hugmyndin að spili sem hann hefur fengið. „Ég hef fengið fullt af hugmyndum að spilum en margar þeirra hafa ekki verið nógu góðar en ein varð næstum því að veruleika. Hver veit nema rykið verði dustað af henni á ný.“

Söfnun fyrir verkefninu er hafin á Karolinafund. Stefnt er að því að ná að lágmarki fimm þúsund evrum, eða ríflega 700 þúsund krónum, til að standa straum að prentkostnaði. Óli Gneisti er vongóður um að ná markmiðinu.

Hægt er að styrkja verkefnið á vefsíðu Karoliafund

 og fylgjast með á facebook undir kommentakerfið.

Það var meðal annars fréttaflutningur á Útvarpi sögu sem fékk ...
Það var meðal annars fréttaflutningur á Útvarpi sögu sem fékk mig til að fara af stað með spilið. Það má eiginlega segja að ef ég hefði gefið spilið út fyrir 20 árum gæti það heitið Þjóðarsálin,“ segir Óli Gneisti Sóleyjarson þjóð- fræðingur um Kommentakerfið, nýtt íslenskt borðspil sem hann er höfundur að. mbl.is/Styrmir Kári
Spilið byggir á athugasemdum á kommentakerfum á hinum ýmsu netmiðlum. ...
Spilið byggir á athugasemdum á kommentakerfum á hinum ýmsu netmiðlum. Í spilinu eru athugasemdirnar settar í nýtt samhengi sem kitla oftar en ekki hláturtaugarnar. mbl.is/Styrmir Kári
Kommentakerfið er nýtt íslenskt borðspil eftir Óla Gneista Sóleyjarson.
Kommentakerfið er nýtt íslenskt borðspil eftir Óla Gneista Sóleyjarson. Styrmir Kári
Styrmir Kári

Bloggað um fréttina

Innlent »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á vernandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörði heiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Ræða kynferðisofbeldi í pólitíkinni

16:54 Tæplega sex hundruð konur hafa skráð sig í hóp á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem umræður fara fram um kynferðisáreiti og annað kynferðisofbeldi sem konur hafi orðið fyrir í íslenskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Meira »

Þjóðveginum um Öræfasveit lokað

16:53 Þjóðvegi 1 um Öræfasveit hefur verið lokað vegna veðurs en lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hvasst er víða á landinu en áður hafði verið greint frá lokun vega á Vestfjörðum. Meira »

Íslenski hesturinn nýtur sín í nýju myndbandi

16:41 „Aðalmarkmiðið er að kynna íslenska hestinn og sýna hvers fjölhæfur hann er. Hann er vinalegur, kraftmikill, ævintýragjarn og fyrir alla,“ segir Þórdís Anna Gylfadóttir verkefnastjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu um kynningarmyndband Horses of Iceland sem var frumsýnt í dag. Meira »

Flateyrarvegi lokað – víða ófært

16:15 Snjóflóð féll á Flateyrarveg, nokkru fyrir innan Flateyri, fyrir rúmlega klukkustund. Veginum hefur verið lokað en auk þess er vegurinn um Súðavíkurhlíð enn lokaður. Meira »

Björg leiðir starfshóp um persónuvernd

16:06 Starfshópur hefur verið skipaður til að aðstoða Björgu Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands og formann Persónuverndar, við að innleiða reglugerð um breytta persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Meira »

Keyrði á stelpu og lét sig hverfa

15:06 „Frekar mikið sjokkerandi að fá símtal frá barninu sínu að það hafi verið keyrt á það á meðan það gekk yfir gangbraut, sérstaklega þegar mamma og pabbi eru langt í burtu.“ Þannig hefjast skrif Ingibjargar Elínar Halldórsdóttur á Facebook en í gær var keyrt á dóttur hennar þar sem hún var að ganga yfir gangbraut. Meira »

Segir sjálfstæðismenn í vandræðum

15:32 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna, segir að sjálfstæðismenn séu í miklum vandræðum með ráðherraval í viðræðunum um stjórnarmyndun sem nú standa yfir. Meira »

Fjölmiðlaskýrsla væntanleg fyrir áramót

14:40 Stefnt er á að skila skýrslu með tillögum um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla fyrir áramót. Að sögn Björgvins Guðmundssonar, formanns fimm manna nefndar sem annast skýrslugerðina, liggja tillögur nefndarinnar fyrir en ekki er búið að ganga frá skýrslunni. Meira »

Tveir skjálftar upp á 3,9 stig

14:07 Tveir jarðskjálftar urðu norðaustur af Bárðarbungu í Vatnajökli nú rétt fyrir klukkan tvö eftir hádegi. Mældust þeir báðir 3,9 stig. Meira »

„Ótrúlegur spuni“ í kringum kaupin

13:32 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir kaup Orkuveitunnar á höfuðstöðvum sínum mjög furðuleg og kostnaðarsöm fyrir fyrirtækið og þar af leiðandi eigendur hennar, almenning í Reykjavík og öðrum eigendasveitarfélögum. Meira »

Styttist óðum í desemberuppbótina

13:09 Nú styttist í að desemberuppbót fyrir árið 2017 verði greidd út. Í öllum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins er full desemberuppbót 86.000 kr. og skal vinnuveitandi greiða uppbótina eigi síðar en 15. desember. Meira »

Reiðubúnir að rýma þurfi þess

12:40 Neyðarrýmingaráætlun vegna Öræfajökulssvæðisins, sem hægt verður að grípa til ef á þarf að halda, er tilbúin en eftir er að kynna það fyrir viðbragðsaðilum. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum, í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að loka Víkurskarði vegna veðurs

12:20 Vegagerðin hefur lokað veginum um Víkurskarð vegna stórhríðar, en áður hafði verið tilkynnt að vegum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi væri lokað af sömu ástæðum. Þá var Siglufjarðarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð einnig lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Meira »

Á sjúkrahús eftir hálkuslys við Geysi

11:25 Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa dottið í hálku við Geysi í Haukadal í gær. Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á svæðinu, segir að sem betur fer sé það ekki daglegt brauð að sjúkrabílar komi og nái í slasaða ferðamenn. Meira »

Deilan send til sáttasemjara á ný

12:26 Dómur Félagsdóms frá því í gær, um að verkfallsboðun Flugfreyjufélags Íslands á hendur lettneska flugfélaginu Primera Air Nordic hafi verið ólögmæt, felur aðeins í sér tímabundna töf á vinnudeilunni. Meira »

Kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu

11:40 Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina.  Meira »

76 verkefni valin í íbúakosningum

11:14 Nú hefur verið kosið í verkefninu Hverfið mitt í Reykjavíkurborg. Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og alls voru 450 milljónir til ráðstöfunar og fara þessar 450 milljónir í 76 verkefni á næsta ári. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
Nýkomið fullt af spennandi vöru
NÝKOMIÐ - fullt af spennandi vöru MATILDA - F-J skálar á kr. 7.990,- CATE - DD-J...
SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...