Merkingar skortir við Glym

Glymur í Botnsdal.
Glymur í Botnsdal.

Merkingum við Glym í Botnsdal er ábótavant og gönguleiðin þar er ekki hættulaus fyrir ferðamenn.

Þetta segir Kjartan S. Þorsteinsson, björgunarsveitarmaður á Akranesi, í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. Björgunarsveitin þurfti, bæði í ágúst og apríl á þessu ári, að koma fólki til bjargar á þessu svæði en erfitt getur verið að komast yfir ána með slasaða.

Aðeins er hægt að komast yfir ána á tvenns konar máta. Annars vegar að ganga yfir gamlan símastaur sem hefur verið lagður yfir brúna og halda í vír sem hefur verið strengdur yfir. Hins vegar að vaða yfir ána, sem er, að sögn Kjartans, oft og tíðum afar straummikil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert