Uppbygging lúxushótels að hefjast

Á horni Hafnarstrætis og Tryggvagötu verður byggt nýtt skálaga hús …
Á horni Hafnarstrætis og Tryggvagötu verður byggt nýtt skálaga hús sem verður framhald af Hafnarstræti 19 og hluti af hótelinu.

Byggingarfulltrúi í Reykjavík hefur heimilað niðurrif Hafnarstrætis 19 vegna nýbyggingar fyrir hótel. Styr hefur staðið um niðurrifið vegna verndunarsjónarmiða.

Freyr Frostason, arkitekt hjá THG arkitektum, er aðalhönnuður nýs hótels í Hafnarstræti. Hann segir stefnt að því að hefja niðurrif Hafnarstrætis 19 á næstu dögum. Vinna við niðurrif á húsinu innandyra sé þegar hafin.

Freyr segir óákveðið hvenær hótelið opnar. Hann segir aðspurður þá breytingu hafa orðið á hönnun hótelsins að herbergjum hafi verið fækkað úr 70 í 50.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert