Vantar fólk á sunnanverða Vestfirði

Frá Bíldudal.
Frá Bíldudal. mbl.is/Sigurður Bogi

Það yrði reiðarslag fyrir bæði sveitarfélögin ef meirihluti þeirra sem nú hefur misst vinnuna sér sig á endanum knúinn til að flytja á brott af svæðinu og freista gæfunnar annars staðar,“ segir í fréttatilkynningu frá stjórn Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum (SASV), vegna uppsagna allra starfsmanna sjávarútvegsfyrirtækisins Þórsbergs á Talknafirði.

Stjórn SASV bendir á að bæði á Tálknafirði og Vesturbyggð séu starfandi fyrirtæki sem vanti tilfinnanlega fleira fólk til starfa. „Næg atvinna er fyrir hendi á svæðinu, en til að unnt sé að gera öllu því fólki sem búsett er á Tálknafirði og sem t.d. getur fengið vinnu í nágrannabyggðunum þarf að skoða möguleika þess hvort unnt sé að skipuleggja almenningssamgöngur milli byggðakjarnanna eins og gert er víðast hvar annars staðar á landinu.

Fyrir vikið hyggst stjórn SASV óska eftir fundi með sveitarstjórnum Tálknafjarðar og Vesturbyggðar og fleiri aðilum sem lagt geta lóð á vogarskálarnar þar sem kannaðar verði forsendur slíkrar nýbreytni með það markmiði að gera svæðið í reynd að einu heildstæðu atvinnusvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert